Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Skaðabótaábyrgð nauðsynleg

Nauðsynlegt að gera sveitarfélög skaðabótaskyld gagnvart nemendur þegar kennsla fellur niður vegna verkfalls kennara.

Það er dagljóst að verkfall kennara kemur til vegna ágreinings á milli sveitarfélaga og kennara um kostnað vegna kennslu. Ágreiningurinn er í hnút og kennurum er nóg boðið og leggja niður vinnu.

Það þarf mikið til svo starfsmenn telji sig knúna til að leggja niður launuð störf. Flest erum við háð því að fá launin okkar reglulega einfaldlega til þess að geta haldið í við greiðslur afborgana og daglega neyslu. Kjarabætur við lok verkfalls borga seint eða aldrei upp það tap sem launþegar verða fyrir í verkfalli.

Launagreiðendur í tilfelli kennara hins vegar spara peninga fyrir hvern dag sem verkfall stendur yfir. Það er „hagur“ sveitarfélaga að hafa verkfallið í sem lengstan tíma, enda sáralítil launaútgjöld á þeim tíma.

Nemendur bera tjónið fyrir launagreiðandann á meðan deilur standa yfir. Börn og ungmenni bera tjónið fyrir ríki og sveitarfélög.

Hvaða aumingjaskapur er það hjá íslenskum stjórnvöldum að geta varpað ábyrgðinni svo grimmilega yfir á börn og ungmenni?

Stjórnvöld segja gjarnan „barnið í fyrsta sætið“, en hvað eru stjórnvöld að gera í raun?

Stjórnvöld troða á réttindum barna og ungmenna miskunarlaust.


mbl.is Farið yfir samningamál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband