Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Hálfsögð frétt
31.5.2012 | 09:51
Þar sem í þessari frétt er vísað í tvo dóma sem eru í andstöðu við hvorn annan þá er nauðsynlegt að klára fréttina hér og segja frá því að eftir fyrri dóminn, þá var barnaverndarlögum breytt. http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.052.html
Í fréttinni er vísað í þá grein sem bætt var inn í barnaverndarlögin án þess að segja frá því að hún var ekki til staðar þegar fyrri dómurinn var kveðinn upp.
Í fyrri dómnum er karlmaður sýknaður fyrir að "refsa" barni líkamlega en í þeim seinni er kona fundin sek um að "refsa" barni líkamlega.
Hvort þetta er bara lélegur fréttaflutningur eða með vilja gert að koma inn hjá fólki þeirri hugmynd að konur og karlar hafi mismikið "leyfi" til að beita börn ofbeldi skal látið ósagt.
Ofbeldi gegn börnum algengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)