Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Kynbundið ofbeldi?

Svona getur nú "kynbundið ofbeldi" tekið á sig margar myndir. Því miður þá ganga menn almennt út frá því að karlar séu gerendur og konur þolendur í því sem við köllum kynbundið ofbeldi.

Í Simbabve nauðga konur körlum, í þeim tilgangi að safna sæði til trúarlegra athafna. Það er eitthvað í menningu þessa hóps sem fær konur til þess að framkvæma þessi voðaverk. Ég er þeirrar skoðunar að eitthvað í menningu Íslendinga fær karlmenn til þess að fremja voðaverk að sama skapi. Ég trúi því að voðaverk séu ekki bundin við kynferði heldur miklu frekar við eitthvað í menningu hvers þjóðfélags.

Á Íslandi er neysla áfengis í dýrðarljóma og neysla annarra vímuefna að stefna í það sama. Íslendingar telja sig mjög frjálslynda í trúmálum en segja má að neysla vímuefna sé einskonar trúarathöfn Íslendinga. Næstum allt svokallað "kynbundið ofbeldi" á sér stað undir áhrifum þessara efna eða um 90%.

Í Simbabve tel ég að það þurfi að taka á þessum trúarlegu athöfnum fremur en að tala um vondar konur og að sama skapi á Íslandi, þá þarf að taka á trúarlegum athöfnum Íslendinga í stað þess að tala sífellt um vonda karla.


mbl.is Konur nauðga körlum á hraðbrautum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hverja eru allir þessir lífeyrissjóðir?

Er ekki kominn tími til að minnka yfirbyggingu lífeyrissjóðanna. Helst vildi ég sjá einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, með sömu lífeyrisréttindi fyrir okkur öll.

Það getur velverið að það séu einhver rök til fyrir því að vera með tvo til þrjá sjóði án þess að ég viti það, en þegar þeir eru orðnir fleiri en 10 og jafnvel margir tugir, þá hlýtur þetta að snúast um eitthvað allt annað en sjóðsfélaga eða lífeyrisréttindi almennings.

Eru sjóðirnir kannski bara fyrir stjórnendur sjóðanna?


mbl.is LV seldi bílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband