Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Maðurinn gengur laus!

Það er verulega óhuggulegt að vita til þess að Bjarki Már Magnússon gangi laus eftir áfrýjun til hæstaréttar.

 
Af Visir.is

Lögfræðingur hans reynir að fá málið fellt niður á grundvelli þess að fólk innan dómkerfisins er tengt innbyrðis. Viðkemur fórnarlambinu eða brotamanninum ekkert.

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur

Fréttir af visir.is:

Fréttir af mbl.is:

 

Fréttir af dv.is:


Af dv.is


mbl.is Frjáls þrátt fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkefni ríkisstjórnar!

Ég hefði nú haldið að eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Íslands á þessum tíma væri að koma í veg fyrir landsflótta.

Fólk flytur úr landi núna vegna verðlausrar krónu, mikillar verðbólgu, hárra vaxta, verðtryggðra lána, hækkandi skatta, skuldsetningu ríkissjóðs og trúleysi á siðferði stjórnvalda.

Það er ekkert undarlegt að þeir sem geti farið geri það núna. Það er í eðli hvers manns að reyna að framfleyta fyrst og fremst sinni fjölskyldu og þegar það er gert nánast ókleyft hér á landi þá fer fólk.

Ráðherrar segja að grasið sé ekkert grænna hinum megin, en það sem er sér-íslenskt við þessa kreppu er krónan, verðbólgan, háir vextir, verðtryggð lán. Er það ekki nóg til að fara?

Ríkisstjórnin stendur vörð um hagsmuni Breta og Hollendinga fremur en Íslendinga ef frá eru teknir fáir þingmenn VG.

Þeir Íslendingar sem ákveða að halda áfram að búa á Íslandi eru gerðir ábyrgir fyrir glæframennsku nokkurra útrásarvíkinga.

Þeir einstaklingar sem komu Íslandi á vonarvöl halda áfram að vaða í peningum og án ábyrgðar.

Foringi útrásarvíkinga sem einnig á og rekur flesta fjölmiðla Íslands hefur tekið upp á því að draga mánaðarlaun af þeim fréttamönnum sem tala óvarlega um útrásarvíkinga.

Hver ber ábyrgð á að fjölmiðlafrumvarpið fór ekki í gegn? Forsetinn og persónulegur vinur foringjans?

Ég hef ekki heyrt talað um að bankahrunsstjórarnir hafi þurft að borga til baka hluta af sínum launum.

Til að stöðva landsflótta þarf réttlæti og virðingu fyrst og fremst.

Fjármálaráðherra vonast eftir afsökunarbeiðni frá glæpamönnunum? Hvað er það? Hvert mun sú afsökunarbeiðni koma okkur?

Ræni menn banka á ekki bara að bíða og vonast eftir afsökunarbeiðni. Það á að sækja menn til saka.

 


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskum ríkisborgurum ýtt til hliðar?

"Það getur ekki verið að íslenskum ríkisborgurum sé bara ýtt til hliðar" segir móðir tveggja barna sem er gert að vera í Bandaríkjunum á meðan á forsjármáli stendur.

Ég vona að þessi börn fái réttláta meðferð fyrir dómstólum í Bandaríkjunum, því hér á Íslandi er íslenskum ríkisborgurum ýtt til hliðar í massa vís.

Ótal íslenskir ríkisborgarar eru sviptir forsjá á börnum sínum hér á landi þrátt fyrir fullt hæfi til að fara með forsjá barna sinna. Engar forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að svipta foreldri forsjá aðrar en þær að hitt foreldrið sé því mótfallið.

Stöðvum ástæðulausar forsjársviptingar hér heima og virðum rétt þegna okkar hér á landi.


mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisbrestur er smitandi sjúkdómur!

Það er ljóst að hrun efnahagslífsins á Íslandi má rekja til „siðferðisbrests“ sem við gætum kallað sjúkdóm. Þessi siðferðisbrestur breyddist fyrst út meðal bankamanna og margra ráðamanna þjóðarinnar og þeirra sem kallaðir eru útrásarvíkingar.

Ekkert hefur enn verið gert til að hefta útbreyðslu þessa skæða sjúkdóms sem einkennist helst af græðgi og algeru siðleysi.

Nú hefur þessi sjúkdómur náð til almúgans sem ekki er í stöðu til að ræna banka innan frá en notast þess í stað við kúbein með mun minni árangri.

Mikil umræða er í gangi um að auka fjármagn til lögreglunnar til að eltast við óbreyttan almenning sem sýkst hefur af þessum siðferðisbresti svo stöðva megi smáglæpi.

Það er eins og það átti sig engin á því að sýktir einstaklingar sem fást við smáglæpi sýkja ekki aðra einstaklinga af „siðferðisbresti“ eins og þeir sem stela stóru peningunum.

Þeir ráðamenn þjóðarinnar, bankamenn og útrásarvíkingar sem sýktir eru af þessum mjög svo eyðileggjandi sjúkdómi, „siðferðisbresti“ breyða þennan sjúkdóm milli manna og út í almenning með þeim krafti að ekkert mun stöðva útbreyðslu afbrota nema vel skipulögð og alger hreinsun í hópi þeirra sem smita aðra.

Byrjum á ráðamönnum þjóðarinnar. Það á engin að sitja á Alþingi eða í forsetastóli sem tengist með einhverjum hætti bankahruninu eða útrásarvíkingum, hvort heldur það er með beinum hætti eða í gegnum maka, börn eða foreldra.

Það á engin að vinna hjá ríkissaksóknara, hjá dómstólum, hjá bönkunum eða hjá eftirlitsstofnunum sem tengjast beint eða gegnum maka, börn eða foreldra efnahagshruninu.

Allir þeir sem hafa með kaupréttarsamningum eða öðru slíku fengið meira en 50 milljóna króna lán til kaupa á hlutabréfum verða að greiða til baka lánið eða allan hagnað sem þeir hafa fengið í tengslum við lánið, t.d. arð af hlutabréfum, eða verða lýstir persónulega gjaldþrota ella og eignir þeirra leitaðar uppi og teknar þó þær hafi verið ánafnaðar öðrum til að koma þeim undan.

Allir kaupréttarsamningar eiga að vera uppi á borðinu fyrir almenning til að skoða. Ef réttarkerfið virkar þá þurfum við ekki að óttast „villta vestrið“, en ef réttarkerfið er sýkt af „siðferðisbresti“ þá vissulega erum við í „villta vestrinu“.

Öll ábyrgðin er í höndum Alþingis. Þar er löggjafavaldið. Ef tekið er á "siðferðisbresti" á réttum stöðum, þá þarf ekki aukið fjármagn í lögregluna. Siðferðið mun fara uppá við hjá allri þjóðinni.


mbl.is Fleiri sjá sér hag í innbrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband