Konur gerendur í heimilisofbeldi
26.12.2009 | 12:51
Á Íslandi er heimilisofbeldi skilgreint í daglegu tali sem ofbeldi þar sem gerandinn er karlmaður og þolandinn er kona og börn eru áhorfendur og verða þar af leiðandi fyrir andlegu ofbeldi.
Mikið er hamrað á því í umræðu hér á landi að um kynbundið ofbeldi er að ræða þar sem gerendur eru eingöngu karlmenn.
Hættuleg umræða að mínu mati sem gerir það eitt að slá ryki í augun á fólki þannig að það loki augunum fyrir ofbeldi þar sem gerandinn er ekki karlmaður.
Þarna er móðir að missa forsjá á dóttur sinni vegna heimilisofbeldis. Engin karlmaður í spilinu. Pabbinn er dáinn en móðirin beitir barnið ofbeldi.
Gæti svona mál komið upp á Íslandi?
Það er afskaplega hæpið. Í fyrsta lagi er það ekki viðurkennt hérlendis að konur geti beitt ofbeldi. Í öðrulagi er það þannig að ef kona misþyrmir einhverjum þá er það ekki henni að kenna, heldur er einhver karlmaður sem hefur fengið hana til að gera það eða þá að einhver karlmaður hefur verið svo vondur við hana að það bara brýst út með þessum óheppilega hætti og því þarf sú kona aðstoð fyrst og fremst.
Á Íslandi er ekki talið barni fyrir bestu að vernda það gegn ofbeldisfullum mæðrum enda ekki gert ráð fyrir að þær séu yfirleitt til. Almennt viðhorf í dómskerfi Íslands er að börn þurfa mest á móður sínum að halda hvernig svo sem þær haga sér.
Hefjum ofbeldisumræðuna upp fyrir kynjastríðið og tökum á ofbeldi almennt. Mótmælum öllu ofbeldi og höfum opin huga fyrir því að fólk getur beitt ofbeldi óháð kyni.
Heimilisofbeldi hjá Love? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.