Umfangsmeira en menn trúa
25.11.2009 | 09:39
Ég hef lengi vitað af því að einstæðir foreldrar eru langtum færri en skráning segir til um. Það er nú bara þannig að hver og einn maður veit um ekki bara eitt slíkt dæmi heldur mörg þannig dæmi.
Á dögunum heyrði ég annan vinkil á málið sem mér hafði bara ekki einu sinni hugkvæmst áður.
Sambúðarfólk sem á saman þrjú börn en hefur aldrei verið skráð í sambúð, fá því hærri barnabætur, fá mæðralaun, fá ódýrari leikskjólagjöld og svo mætti lengi telja. Þetta par lét sér ekki nægja að taka alla þá styrki sem fylgja því sjálfkrafa að vera einstætt foreldri heldur fer móðirin fram á meðlag frá föðurnum. Kannski er þetta fyrst hugsað til að vekja ekki upp grunsemdir en.
Faðirinn borgar ekki meðlagið. Móðirin fær meðlagið frá Tryggingarstofnun. Tryggingarstofnun greiðir þessu fólki þá 65.000,kr meðlag fyrir utan allar aðrar bætur sem fylgja því að vera einstætt foreldri. Gera má ráð fyrir þriggja barna foreldrar séu með þessu að stela frá skattgreiðendum langt á annað hundrað þúsund á mánuði.
Móðirin er jafnvel heimavinnandi á meðan pabbinn sér um vinnuna. Pabbinn vinnur svart svo ekki sé tekið af honum meðlag.
Hvað á að gera við fólk sem stelpur 100-200þús krónum á mánuði úr sameiginlegum sjóðum okkar?
Rannsóknir taka ekkert mið af þessu svindli og kannski þess vegna mælast einstæðir foreldrar fátækari en þeir eru í raun og veru.
Bótasvik eru mikið vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Foreldrajafnrétti | Facebook
Athugasemdir
Í sumum hópum þjóðfélagsins er þetta jafnvel talið eðlilegt. Þú gleymir að telja upp niðurgreiddar íbúðir félagslega kerfisins (bæjarblokkir). Þar búa iðulega aðrar eða þriðju kynslóðir sérfræðinga við að "mjólka" kerfið og fá ofan á allt það sem þú hefur talið upp "húsaleigubætur".
Þetta er í sumum tilfellum "lífsstíll" sem fólk hefur alist upp við og þykir þannig eðlilegt "norm". Þessir hópar eyðileggja mikið fyrir þeim sem raunverulega þurfa á samfélagslegri aðstoð að halda. Kreppan snertir þessa "kerfissérfræðinga" afskaplega lítið enda með allt sitt á þurru
Hilmar Einarsson, 25.11.2009 kl. 10:35
Ég er ekki fróður um þessi mál, en ef faðirinn borgar ekki meðlögin, þá hlýtur hann engu að síður að vera rukkaður um þau af Tryggingastofnun Ríkisins eða íslenska ríkinu á einhverjum tímapunkti, ekki satt? Menn komast ekkert upp með að borga engin meðlög og þá er málið dautt, er það nokkuð?
Athugull (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 10:48
Rétt ég gleymdi félagsíbúðunum og eflaust mörgu öðru sem þetta fólk er að stela með því að skrá sig ekki saman.
Ef faðirinn borgar ekki meðlagið þá reynir Innheimtustofnun sveitarfélaga að innheimta það. 14.000.000.000,kr eru útistandandi í ógreidd meðlög.
Þegar faðirinn býr með móðurinni en skráir sig annarsstaðar þá er hann venjulega ekki skráður fyrir neinum eignum heldur og því ekkert hægt að sækja á hann. Íbúðin er skráð á konuna eins og allt þeirra líf.
Eins gott fyrir karlinn að standa sig því klakkinn er ótrúlega kaldur fyrir svona karla ef þeir eru ekki í náð konunnar.
Heimir Hilmarsson, 25.11.2009 kl. 10:57
Við þetta má bæta því að löngum hefur þessari misnotkun að mestu verið afneitað og komið í veg fyrir að unnið sé að því að uppræta þetta. Ég hef nokkrum sinnum imprað á þessu í viðræðum við fólk og oft fengið þau svör að það séu aðeins örfáir sem geri þetta og að það hafi lítil áhrif á kerfið o.s.fr., en reyndin virðist vera önnur. Auðvitað hljóta óprúttnir aðilar að taka það sem þeim "stendur til boða" með því að svindla ef þeir halda að þeir komist upp með það. Þetta er einfaldlega sá angi sjálftökuþjóðfélagsins sem nær niður á lægri tekjuþrepin.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 12:09
Já þetta er athyglisvert. Sumsé, þegar árangurslaust fjárnám er staðreyndin, þá verður faðirinn væntanlega að lýsa sig gjaldþrota? Eru menn virkilega að gera það og eyðileggja kennitölu sína um aldur og ævi til þess að svona "svik" nái fram að ganga? Það þykir mér ótrúlegt...
Athugull (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 12:13
Ég held að það sé ekki ásetningur manna að lenda í vanskilum við Innheimtustofnun.
Hins vegar þá er það trúverðugra að ekki sé um sambúð að ræða ef faðirinn greiðir meðlag.
Greiðslurnar koma þá sjálfkrafa frá Tryggingarstofnun til móðurinnar en meðlagið greiðist ekki þar með sjálfkrafa til Innheimtustofnunar.
Fyrir trassaskap fer þetta í vanskil og það þarf ekkert að trúa eða ekki trúa hve vanskilin eru mikil við innheimtustofnun, það kemur fram í ársskýrslu þeirra. Vanskilin eru væntanlega að miklum hluta vegna þeirra sem ekki geta staðið í skilum en hugsanlega er einhver hluti þessara vanskila vegna fólks sem tekur við meðlagi en greiðir það ekki.
Sjálfum datt mér þetta ekki í hug þó ég hafi lengi vitað af svindli til að ná réttarstöðu einstæðs foreldris. Ég heyrði hins vegar af pari sem á saman þrjú börn og hefur aldrei verið skráð saman þrátt fyrir sambúð. Þau telja sig ekki hafa efni á því að skrá sig í sambúð vegna þess að maðurinn skuldar svo mikið meðlag með börnunum sem hann býr með ásamt móður barnanna.
Ég er einnig nokkuð viss um það að þessi hluti þar sem foreldrar búa saman og eru að svindla á kerfinu er aðeins hluti af málinu. Fjöldinn allur af fráskildum foreldrum skrá sig ekki í sambúð með næsta sambúðaraðila af þeim sökum að þá missa þeir réttindi einstæðs foreldris.
Ég trúi því að svik í þessum geira þegar meðlag er ekki talið með sé á bilinu 3 til 4 milljarðar á ári frá samfélaginu. Þessa tölu giska ég á útfrá nokkrum rannsóknum sem ég hef aðeins skoðað. Ber saman fjölda barna sem ekki búa hjá báðum foreldrum, hversu langur tími líður að jafnaði áður en fólk er komið í nýja sambúð o.fl.
Heimir Hilmarsson, 25.11.2009 kl. 13:51
Athugull: Það er til fullt af fólki sem hefur lent í gjaldþroti og er inni á vanskilaskrá og hefur það fínt. Það er vel hægt að finna leiguíbúð þó maður sé á vanskilaskrá og vera án kreditkorts eða bílasamnings. Menn bara vinna svart og borga allt sem þeir þurfa í reiðufé. Gjaldþrot er alls ekki eyðilegging á kennitölu manna um alla tíð, heldur bara tímabundið. Þegar gjaldþrotaskiptum hefur lokið þurfa kröfuhafar að gera það upp við sig hvort þeir vilji virkilega halda áfram að innheimta vonlausar kröfur og í mörgum tilfellum afskrifa þeir heilan helling af skuldunum. Það sem ekki afskrifast fyrnist á nokkrum árum, nema kröfuhafar séu alveg einstaklega þrautseigir (tæknilega séð er hægt að rjúfa fyrningarfrest endalaust). Svo er ekki endilega víst að kröfuhafar séu tilbúnir að fara með einstaklinga í gjaldþrot ef þeir sjá fram á að fá ekkert útúr þrotabúinu, því þá sitja þeir eftir með skiptakostnaðinn sem er 250.000 kall.
Þannig að bótasvikarar geta lifað ágætis lífi með því bara að halda sig undir radarnum, þ.e. passa sig á að eignast engar skráðar eignir eins og bíla og fasteignir og vera í svartri vinnu eða verktakastarfsemi. En eins og Heimir bendir réttilega á, þá er eins gott fyrir þessa menn að halda sig á mottunni gagnvart konunni sinni, því hún hefur allan rétt sín megin, þ.e. hún er skráð fyrir öllum eignunum og hefur mun betri stöðu í forræðismálum heldur en karlinn sem aldrei borgar meðlag og á ekki neitt.
Muddur, 26.11.2009 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.