Verkefni ríkisstjórnar!

Ég hefði nú haldið að eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Íslands á þessum tíma væri að koma í veg fyrir landsflótta.

Fólk flytur úr landi núna vegna verðlausrar krónu, mikillar verðbólgu, hárra vaxta, verðtryggðra lána, hækkandi skatta, skuldsetningu ríkissjóðs og trúleysi á siðferði stjórnvalda.

Það er ekkert undarlegt að þeir sem geti farið geri það núna. Það er í eðli hvers manns að reyna að framfleyta fyrst og fremst sinni fjölskyldu og þegar það er gert nánast ókleyft hér á landi þá fer fólk.

Ráðherrar segja að grasið sé ekkert grænna hinum megin, en það sem er sér-íslenskt við þessa kreppu er krónan, verðbólgan, háir vextir, verðtryggð lán. Er það ekki nóg til að fara?

Ríkisstjórnin stendur vörð um hagsmuni Breta og Hollendinga fremur en Íslendinga ef frá eru teknir fáir þingmenn VG.

Þeir Íslendingar sem ákveða að halda áfram að búa á Íslandi eru gerðir ábyrgir fyrir glæframennsku nokkurra útrásarvíkinga.

Þeir einstaklingar sem komu Íslandi á vonarvöl halda áfram að vaða í peningum og án ábyrgðar.

Foringi útrásarvíkinga sem einnig á og rekur flesta fjölmiðla Íslands hefur tekið upp á því að draga mánaðarlaun af þeim fréttamönnum sem tala óvarlega um útrásarvíkinga.

Hver ber ábyrgð á að fjölmiðlafrumvarpið fór ekki í gegn? Forsetinn og persónulegur vinur foringjans?

Ég hef ekki heyrt talað um að bankahrunsstjórarnir hafi þurft að borga til baka hluta af sínum launum.

Til að stöðva landsflótta þarf réttlæti og virðingu fyrst og fremst.

Fjármálaráðherra vonast eftir afsökunarbeiðni frá glæpamönnunum? Hvað er það? Hvert mun sú afsökunarbeiðni koma okkur?

Ræni menn banka á ekki bara að bíða og vonast eftir afsökunarbeiðni. Það á að sækja menn til saka.

 


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband