Siðferðisbrestur er smitandi sjúkdómur!
6.8.2009 | 11:33
Það er ljóst að hrun efnahagslífsins á Íslandi má rekja til siðferðisbrests sem við gætum kallað sjúkdóm. Þessi siðferðisbrestur breyddist fyrst út meðal bankamanna og margra ráðamanna þjóðarinnar og þeirra sem kallaðir eru útrásarvíkingar.
Ekkert hefur enn verið gert til að hefta útbreyðslu þessa skæða sjúkdóms sem einkennist helst af græðgi og algeru siðleysi.
Nú hefur þessi sjúkdómur náð til almúgans sem ekki er í stöðu til að ræna banka innan frá en notast þess í stað við kúbein með mun minni árangri.
Mikil umræða er í gangi um að auka fjármagn til lögreglunnar til að eltast við óbreyttan almenning sem sýkst hefur af þessum siðferðisbresti svo stöðva megi smáglæpi.
Það er eins og það átti sig engin á því að sýktir einstaklingar sem fást við smáglæpi sýkja ekki aðra einstaklinga af siðferðisbresti eins og þeir sem stela stóru peningunum.
Þeir ráðamenn þjóðarinnar, bankamenn og útrásarvíkingar sem sýktir eru af þessum mjög svo eyðileggjandi sjúkdómi, siðferðisbresti breyða þennan sjúkdóm milli manna og út í almenning með þeim krafti að ekkert mun stöðva útbreyðslu afbrota nema vel skipulögð og alger hreinsun í hópi þeirra sem smita aðra.
Byrjum á ráðamönnum þjóðarinnar. Það á engin að sitja á Alþingi eða í forsetastóli sem tengist með einhverjum hætti bankahruninu eða útrásarvíkingum, hvort heldur það er með beinum hætti eða í gegnum maka, börn eða foreldra.
Það á engin að vinna hjá ríkissaksóknara, hjá dómstólum, hjá bönkunum eða hjá eftirlitsstofnunum sem tengjast beint eða gegnum maka, börn eða foreldra efnahagshruninu.
Allir þeir sem hafa með kaupréttarsamningum eða öðru slíku fengið meira en 50 milljóna króna lán til kaupa á hlutabréfum verða að greiða til baka lánið eða allan hagnað sem þeir hafa fengið í tengslum við lánið, t.d. arð af hlutabréfum, eða verða lýstir persónulega gjaldþrota ella og eignir þeirra leitaðar uppi og teknar þó þær hafi verið ánafnaðar öðrum til að koma þeim undan.
Allir kaupréttarsamningar eiga að vera uppi á borðinu fyrir almenning til að skoða. Ef réttarkerfið virkar þá þurfum við ekki að óttast villta vestrið, en ef réttarkerfið er sýkt af siðferðisbresti þá vissulega erum við í villta vestrinu.
Öll ábyrgðin er í höndum Alþingis. Þar er löggjafavaldið. Ef tekið er á "siðferðisbresti" á réttum stöðum, þá þarf ekki aukið fjármagn í lögregluna. Siðferðið mun fara uppá við hjá allri þjóðinni.
Fleiri sjá sér hag í innbrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.