Bankarán
3.7.2009 | 09:31
Þrír bankar Íslands rúnir inn að skinni af óprúttnum bankamönnum.
Hér er um hreint og klárt bankarán að ræða. Það að starfsmenn taki mörg þúsund milljónir út úr bönkunum án þess að setja neitt í staðinn getur ekki verið annað en bankarán.
Þeir stjórnmálamenn sem berjast ekki með hörku fyrir því að þessum mönnum verði refsað eru líklegast viðriðnir málið á einn eða annan hátt.
Þar sem enginn bankaræningi hefur verið settur í gæsluvarðhald vegna þessa máls, þá bendir það sterklega til þess að einhverjir starfsmenn og sér í lagi stjórnendur Ríkissaksóknaraembættisins séu einnig viðriðnir þetta mál á einn eða annan hátt.
Almenningur í landinu stendur ráðalaus gagnvart stærsta bankaráni sögunnar. Sakamenn ganga lausir í skjóli yfirvalda.
Enginn sjáanlegur vilji er til staðar hvorki á hinu háa Alþingi né hjá Ríkissaksóknara fyrir því að láta glæpamennina svara til saka.
IceSave samningurinn er ljót leið til að láta almenning í landinu taka ábyrgð á bankaráni Landsbankans. Enginn stjórnmálamaður sem vill að bankaræningjarnir svari til saka mun samþykkja frumvarpið um IceSave. IceSave samningurinn er til þess að allir Íslendingar saman taki á sig ábyrgð glæpamannsins svo brotamaðurinn fái notið góssins án truflunar.
Hvað gera Íslendingar þegar svo gróflega er brotið á þeim eins og raun ber vitni?
Verður landflótti? Verður gripið til ofbeldis? Eða er okkur sama þótt börnin okkar séu rænd og mannorð þeirra eyðilagt um víða veröld?
22 fengu 23,5 milljarða að láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mannorð okkar og barna okkar er farið og fer ekki aftur þó við stöndum á rétti okkar. Við kaupum ekki mannorð okkar til baka með undanlátssemi við kúgara.
Nauðsynleg lesning varðandi IceSave: http://pressan.is/Pressupennar/Lesagrein/ellefu-firrur-um-icesave/
Varðandi bankaræningjana, þá hefði ég talið réttlátast að stjórnendur bankanna og þeir aðilar stundað hafa óeðlileg viðskipti við bankanna svo sem að fá stór lán og niðurfellda persónulega ábyrgð hefðu verið settir í gæsluvarðhald, eigur þeirra kyrrsettar og rannsókn á þeirra hlut í málinu rannsökuð í þaula.
Bankamálið er svo stórt mál og hefur það afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir heila þjóð að mér finnst full ástæða fyrir Dómsmálaráðherra að kanna til þaula hvort hægt sé að flokka þennan glæp undur Landráð.
Ef íslensk löggjöf nær ekki nægilega langt til að ná yfir slíkan glæp þá þarf að bregðast við strax.
Heimir Hilmarsson, 3.7.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.