Foreldrajafnrétti og Obama

Félag um foreldrajafnrétti hefur haldið þessu málefni á lofti hér á landi undanfarin ár og vissulega fagnaðarefni að fá talsmann eins og Obama.

Í dag er það þannig á Íslandi að feður sem búa með barnsmæðrum sínum eiga og mega standa sig í föðurhlutverkinu. Það gegnir hins vegar öðru máli um þá feður sem ekki njóta lengur náðar barnsmóður sinnar, þrátt fyrir eindreginn vilja þeirra til að standa sig í föðurhlutverkinu þá er það nánast algerlega undir barnsmóðurinni komið hvort þeir hafi leyfi til að koma að föðurhlutverkinu með öðrum hætti en að leggja til peninga.

4 days pr month

Vissuð þið að skilnaðarbörn á Íslandi eru á bilinu 20 til 30 þúsund?

Í auglýsingu frá félaginu fyrir alþingiskosningar 2007 segjum við frá því að rannsóknir sýni að skilnaðarbörn:
• eru 20 sinnum líklegri til að eiga við hegðunarvandamál að stríða.
• eru 20 sinnum líklegri til að lenda í fangelsi.
• eru 9 sinnum líklegri til að hætta í skóla.

Þau skilnaðarbörn sem halda góðu sambandi við báða foreldra lenda ekki í þessum hópi.

Upplýsingar um Foreldrajafnrétti er að finna á http://www.foreldrajafnretti.is

Foreldrajafnrétti á Facebook http://www.facebook.com/home.php#/group.php?gid=38732926719

Hvernig eiga feður að standa sig í sínu hlutverki þegar mæðurnar neita og réttarkerfið er ekki til staðar til að verja rétt barnisins?

DV hefur sagt frá einu slíku máli:

Viðtal Stefán 8 ág forsíða

 Hvenær fáum við að sjá íslenska löggjöf verja réttindi barnsins í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins?

Þar segir í 1.mgr. 18.gr.:

"Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi
stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar
beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til
þroska. Foreldrar, eða lögráðamenn, ef við á, bera aðalábyrgð
á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem
barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga."

Ísland sker sig úr hvað varðar þessi réttindi barnsins. Hvergi í vestrænum heimi eru réttindi barna til beggja foreldra minni en á Íslandi.


mbl.is Obama hvetur feður til að standa sig í stykkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband