Hryðjuverkin samþykkt

Nú hefur Ríkisstjórn Íslands skuldbundið þjóðina til að standa skil á 650 milljörðum króna auk vaxta og það ekkert smá vaxta.

Hver 5 manna fjölskylda á Íslandi hefur verið gerð ábyrg fyrir 10 milljónum króna með 5.5% vöxtum sem byrjað verðu að greiða af eftir sjö ár. (Hver verður þá í ríkisstjórn?)

Eftir sjö ár verða þessar 10 milljónir á fjölskyldu orðnar að 14,5 milljónum króna miðað við 5,5% vexti eða 945 milljarðar króna verði ekki greitt inn á lánið á þessum tíma.

Undirskrift þessa samnings er samþykki íslensku Ríkisstjórnarinnar á því að hryðjuverkalögunum hafi verið réttilega beitt gegn íslensku þjóðinni. Sem aftur þýðir það að íslenska þjóðin er að gangast í ábyrgð fyrir hryðjuverkamenn.

Ég krefst þess að þeir hryðjuverkamenn sem ég er að gangast í ábyrgð fyrir verði látnir svara til saka sem hryðjuverkamenn.

Ég vill að allar eigur þeirra verði gerðar upptækar ásamt þeim eignum sem þeir hafa ánafnað öðrum til að koma þeim undan.

Ríkisstjórn Íslands hlýtur að vera skuldbundin okkur til að koma þessum mönnum á bak við lás og slá.


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband