Fáum Davíð aftur!
7.6.2009 | 13:39
Jón Ásgeir á alla fjölmiðla Íslands.
Jón Ásgeir á Samfylkinguna og þar með Ríkisstjórnina og þar með einnig ríkisreknu fjölmiðlana.
Eigum við að halda áfram að hlægja að erlendum fréttamönnum sem segja okkur sannleikann um íslenskt viðskiptalíf?
Búsáhaldabyltingin rak í burtu eina manninn sem þorir í Jón Ásgeir og kom þess í stað til valda ríkisstjórn í eigu Jóns Ásgeirs.
Stærsta svikamál frá stríðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En hverja áttu Bjöggarnir?
Hver þorði ekki í þá?
Ásta B (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 14:06
Í anda "sanngjarnrar umræðu ekki hvað síst" skora ég á þig að færa einhver rök fyrir þessu bulli um að Jón Ásgeir eigi Samfylkinguna og ríkisstjórnina. Hver er ástæðan fyrir því að þú og flokksfélagar þínir vilja loka augunum fyrir því að það voru ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins með dyggri aðstoð Seðlabankans undir stjórn Davíðs sem lögðu grundvöllinn að ruglinu sem endaði nú í haust.
Lárus Vilhjálmsson, 7.6.2009 kl. 14:20
Grein sem birtist eftir mig sjómannadaginn 6.júni 2004 í Morgunblaðinu ,Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið þar sem lesa má hvernig undirrritaður horfði yfir sviðið og sá ekkert nema það sem við erum að upplifa í dag í Svikamylluspilinu.
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=802288
Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 15:29
http://snjolfur.blog.is/blog/snjolfur/entry/892143/
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.6.2009 kl. 20:54
Það er erfitt að treysta fjölmiðlum sem flestir eru á einn eða annan hátt í eigu Jóns Ásgeirs. Hér er þó einn miðill sem ekki er í eigu Jóns Ásgeirs og heldur ekkert tengdur Davíð, lesið hana:
Jagten på finansvikingernes milliarder
Ef Davíð hefði komið fjölmiðlafrumvarpinu í gegn, þá hefði Jón Ásgeir aldrei getað eignast nánast alla frjálsa fjölmiðla landsins.
Við lestur frétta hér á landi þarf alltaf að taka mið af því hver á fjölmiðilinn.
Hér eru samt sem áður nokkrar fréttir sem tengja Jón Ásgeir við Samfylkinguna, en það segir þó ekki alla söguna. Það er eitt að þyggja styrk, en það er annað að þyggja fé fyrir að líta framhjá siðlausum og óeðlilegum viðskiptaháttum.
Styrkir Samfylkingarinnar frá Risabaug
Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja
Samfylkingin þáði 73 milljónir í styrki frá 25 aðilum árið 2006
Félög Jóns Ásgeirs og Björgólfsfeðga styrktu Samfylkinguna um tugi milljóna
Útrásin var stærsta svikamylla Evrópu frá síðari heimsstyrjöld
Samfylkingin fékk 36 milljónir frá 15 fyrirtækjum
Jón Ásgeir er sagður standa að baki stærstu svikamillu Evrópu frá síðari heimsstyrjöld af fjölmiðlum sem ekki eru í eigu Íslendinga.
Ég veit ekki annað en að Jón Ásgeir eigi nánast alla fjölmiðla Íslands. Einræðisherrar og kommúnistastjórnir eiga venjulega alla fjölmiðla síns ríkis til að ráða umræðunni í landinu. Hér er það Jón Ásgeir.
Ég veit ekki til þess að Samfylkingin sem fer með forsæti ríkisstjórnarinnar sé að gera nokkurn hlut til þess að dreifa eignaraðild fjölmiðla þannig að þeir geti talist trúverðugir.
Ég sé ekki annað en að Samfylkingin sé fullkomlega sátt við að Jón Ásgeir stjórni fréttaflutningi til landans.
Það hlýtur að teljast óeðlilegt að þiggja stóra styrki frá manni sem borin er svo þungum sökum án þess að rannsaka manninn í alvöru.
Það hlýtur að teljast óeðlilegt að maður borin svo þungum sökum skuli fá að eiga flesta fjölmiðla landsins án gagnrýni.
Einkennilegt að Jón Ásgeir skiptir styrk sínum til Samfylkingarinnar í marga minni styrki svo þeir líti betur út en lætur Sjálfstæðisflokkinn hafa einn stóran styrk sem lítur illa út og Sjálfstæðismenn verða að skila en Samfylkingin getur haldið sínu eftir. Er það snilld eða klaufaskapur?
Jón Ásgeir er ekki skráður eigandi Samfylkingarinnar, en ég undrast linkind þeirra í hans garð.
Íslendingar hafa hlegið að umræðu annarra þjóða um loftbóluviðskipti Íslendinga undanfarin ár, eða alveg þar til bólan sprakk.
Ætla Íslendingar nú að halda áfram að hlægja að umræðu annarra þjóða um þessi mál?
Heimir Hilmarsson, 8.6.2009 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.