Er brotið á börnum sem koma við tæknifrjóvgun?
29.4.2009 | 10:58
Svo ég tali nú aðeins um tæknifrjóvgun í þessu bloggi um fæðingarorlof, þá eru nú fleiri þættir en fæðingarorlof sem þarf að huga að þar.
Þegar einstæð kona fer í tæknifrjóvgun og eignast föðurlaust barn, þá fær barnið:
1. Helmingi minni fjölskyldu, þ.e. engin föðurfjölskylda.
2. Helmingi minni lífslíkur foreldris, þ.e. tveir foreldrar hafa meiri lífslíkur en eitt foreldri.
3. Helmingi færri foreldra til að leita til í uppvexti sínum.
4. Enga vitneskju um hvort tilvonandi elskendur eru systkini þeirra eða náskyld. t.d. nýlegt dæmi um að tvíburar urðu ástfangin af hvort öðru án þess að vita af skyldleika sínum. (Kannski ættu þeir sem lögleiddu þessa tæknifrjóvgun að láta afnema lög um sifjaspjöll þar sem útilokað er að henda reiður á slíkt eftir lögin um tæknifrjóvgun)
5. Vitneskja um óþekkt ættartengsl, þ.e. börnin vita að þau eiga fjölskyldu sem þau munu aldrei geta haft samband við. (Fjöldi uppkominna barna leita uppruna síns um allan heim)
6. Sex mánuðir í stað níu í fæðingarorlof.
Kvennréttindahreyfingar hafa ákveðið að gera fæðingarorlofsmálið í þessu dæmi að aðalmálinu og því eina sem verði að takast á við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.