Virðum rétt barnsins
12.11.2008 | 13:51
Ég fagna því að ekki fleiri en 300 sæðisgjafar finnis í Bretlandi, þetta samsvarar því að 1,6 á Íslandi gefi sæði.
Hvar er siðferðið á bakvið sæðisgjöf?
Um hvern er verið að hugsa?
Er ekki réttur konunnar til að eignast barn með sæðisgjöf að brjóta rétt barnsins til að þekkja uppruna sinn?
Hver er pabbi? Hver eru systkini mín? o.s.frv.
Bara fyrir stuttu síðan voru tvíburar að ganga í hjónaband sem ekki vissu af skyldleika sínum. Það var að vísu ekki sæðisgjöf því þar var sama mamman og sami pabbinn, en þau vissu ekki af hvort öðru og urðu ástfangin.
Eitt svona dæmi er of mikið. Börn sæðisgjafa meiga leita uppruna síns eftir 18 ára aldur, flest eru byrjuð að fella hug til hins kynsins og sofa hjá fyrir þann aldur.
Börn sæðisgjafa eru svipt helmingi fjölskyldu sinnar til 18 ára aldurs og ná aldrei þeirri tengingu við þá fjölskyldu sem þau eiga rétt á þó þau finni hana eftir þennan tíma.
Virðum rétt barnsins og stöðvum foreldrasviptingu.
Sæðisgjafa skortir í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristinn,
Ef þú vilt fara í skítkast og kalla mig barnalegan, þá get ég fundið eitthvað asnalegt orð á þig líka.
Hins vegar ef þú villt skiptast á skoðunum gefa leyfi fyrir fleiri skoðunum en þínum eigin, þá vill ég benda þér á þau atriði sem hafa mótað viðhorf mitt gagnvart því þegar börn eru svipt uppruna sínum.
Þú talar um sjálfsagðan rétt fólks. Mannréttindi eins mega ekki brjóta á réttindum annars. Ég tel réttindi fullorðins fólks til að framleiða börn án uppruna vera brot á réttindum barns til að þekkja uppruna sinn.
Ég skil það á þínum texta að þú teljir blóðtengsl ekki skipta máli fyrir barnið. Það fólk sem veiti barninu ást séu í raun foreldrar barnsins og barnið hafi engan rétt eða löngun til að vita uppruna sinn.
Ef uppruni barns skiptir ekkí máli, af hverju eru þá svona margir að leita uppruna síns?
Ég samþykki að mikill kærleikur getur myndast milli fólks þó ekki sé um að ræða blóðbönd. Fósturforeldrar og stjúpforeldrar geta verið jafngóðar manneskjur og aðrir foreldrar eða annað fólk. Börnum getur liðið vel hjá fólki sem það hefur ekki blóðbönd við. En er það rétt að uppruni barns skipti ekki máli?
Og svona til gaman má geta þess að hundar eru ekki eins verðmiklir ef upprunavottorð er ekki í lagi, en það er í lagi að svipta börn uppruna sínum?
Hér eru skrif eftir Guðvarð Jónsson:
http://www.foreldrajafnretti.is/displayer.asp?Page=48&Article_ID=378&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP\~Pg48.asp
Hér eru skrif eftir Guðmund Pálsson, heimilislækni:
http://www.foreldrajafnretti.is/displayer.asp?Page=48&Article_ID=482&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP\~Pg48.asp
Þú getur fundið barnasáttmálann á www.barnasattmali.is
7. gr. Barnasáttmálans:
1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.
Heimir Hilmarsson, 13.11.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.