Kosningar í dag bjarga engu, við þurfum að breyta kosningalögum fyrst.

Það kerfi sem notast er við til að velja inn menn á Alþingi er fyrst og fremst atvinnutryggingakerfi fyrir stjórnmálamenn.

Það er nánast útilokað fyrir kjósendur að koma óvinsælustu stjórnmálamönnunum út af þingi.

Ástæðan er sú að hver og einn stjórnmálamaður þarf aðeins að skapa sér vinsældir innan lítils hóps á litlu svæði til að komast inn á þing fyrir það kjördæmi.

Ef þjóðin vill alvöru lýðræði þá þurfum við að breyta þessu þannig að:

1. Ísland verði eitt kjördæmi.

2. Kjósendur velji ákveðin fjölda einstaklinga á kjörseðli í stað flokka eins og nú er.

3. Frambjóðendur bjóði sig fram í sínu nafni í stað flokks nafni, en eigi að síður lýsi sig fylgjandi ákveðinni flokksstefnu.

4. Á kjörseðli verði öllum frambjóðendum raðað í stafrófsröð þar sem fram kemur:
    Nafn og Flokksstefna.
    Ari Arason, S
    Bárður Bárðarson, V
    Jón Jónsson, D
    o.s.frv.

 

Í núverandi kerfi verða kjósendur að velja heilan flokk mann.  Þessir menn eru hins vegar ekki skuldbundnir til að starfa innan þess flokks sem þeir bjóða sig fram með.  Nokkur dæmi á síðustu árum sýna það að menn geta yfirgefið flokk sinn hvenær sem er en starfað áfram með einhvað útreiknað fylgi á bak við sig.  Þetta fylgi er hins vegar aðeins sýndar fylgi því kjósendur mega ekki velja einstaklinga.

Breytum reglunum áður en við kjósum. Kosningar í dag gefa okkur bara aðeins öðruvísi röðun á sömu mönnunum.


mbl.is Vaxandi krafa um kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er því miður ekki hægt. Kjördæmaskiptingin er bundin í stjórnarskrá (sjá 31. gr.) og því ekki hægt að breyta því með einfaldri lagasetningu. Hugmyndin um eitt kjördæmi er rökrétt engu að síður.

Til að breyta þessu þyrfti Alþingi að samþykkja breytingarnar, rjúfa þing, kjósa samkvæmt gamla laginu og nýtt þing að samþykkja breytingarnar líka. Sjá 79. gr. stjórnarskrárinnar. Þá virðist III. kafli stjórnarskrárinnar miðast við framboð flokka til Alþingis en ekki að gefinn sé kostur á að velja einstaklinga.

Og svo er það önnur pæling: Úr því það er sett í stjórnarskrá að hæstaréttardómarar megi ekki bjóða sig fram til þings, væri ekki rétt að setja í lög (eða stjóranrskrá) að menn sem gegnt hafa þingmennsku (t.d. meira en 3 ár) eða setið á ráðherrastóli, megi ekki veljast í starf seðlabankastjóra? Þannig reglur gilda í Þýskalandi og ekki að ástæðulausu.

Gestur H (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband