Holdris listamannalauna
31.12.2013 | 15:36
Afskaplega finnst mér þetta ljótt "listaverk" og erfitt á ég með að greina að þar sé björn að éta mann eins og nafn verksins gefur til kynna. Þó er augljóst að limur karlsins er að gera sig kláran í eitthvað allt annað en að vera étinn af birni.
Fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta er að hér hljóti að vera um að ræða afkvæmi listamannalauna, því varla geta listamenn framfleytt sér á svona verkum. Viti menn, listamaðurinn er á lista þeirra sem hafa þegið listamannalaun svo kannski var þetta verk afurð listamannalauna.
Þetta fer að mínu mati tvímælalaust í sama ruslflokk og listaverkið "Ekki kjósa Framsókn, eða Sjálfstæðisflokkinn" eftir mann sem segir sig vera eingetna afurð listamannalauna.
Ég tek heils hugar undir með fólki sem segir að heimurinn væri lítils virði án listar. Ég er hins vegar sannfærður um að heimurinn verði ekki verri án verka sem sprottin eru af listamannalaunum. Það að listamannalaun séu besta fjárfestingu ríkisins eins og haft er eftir afurð listamannalauna er að mínu mati eins fjarstæðukennt og hugsast getur. Besta listin er væntanlega sú sem er seljanleg og þarfnast ekki þessara ríkisstyrkja.
Kvartað undan íslensku listaverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Innilega sammála. þetta er ekki list fyrir fimm aura. Að kalla þetta list er móðgun við alvöru listamenn. Mér finnst að það sé margt annað sem Þórdís Aðalsteinsdóttir ætti að dunda sér við, t.d. grindverkasmíði eða blómapottun. En þannig vinnu tengjast engin listamannalaun, aðeins alvöru daglaun.
Pétur D. (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.