Ábyrgðin er hjá Vodafone
4.12.2013 | 10:31
Að geyma lykilorð órugluð er vítavert burt séð frá því hvort brotist er inn eða ekki. Það eitt að Vodafone geymi lykilorð tugþúsunda Íslendinga órugluð er gróft brot gegn viðskiptavinum þeirra. Ef það er hægt að líkja þessum tölvuþrjóti við vítisengla, þá er ekki síður hægt að líkja tölvudeild Vodafone við vítisengla eða bara Vodafone fyrirtækinu í heild sinni.
Tölvuþrjóturinn vissulega gerðist brotlegur með því að stela upplýsingum, en Vodafone var líke að stela upplýsingum. Þegar notandi velur sér lykilorð þá sér hann bara stjörnur eða punkta **** í stað lykilorðs sem er merki þess að lykilorð eru ekki fyrir aðra. Notendur treysta og eiga að geta treyst því að lykilorð komi ekki fyrir augu annarra.
Ef lykilorð eru geymd órugluð þá hafa kerfisstjórar Vodafone aðgang að þessum lykilorðum.
Hvaða viðskiptavinur Vodafone vill að starfsmenn Vodafone geti séð og notað lykilorð þeirra?
Hvaða viðskiptavinur Vodafone vill að starfsmenn Vodafone geti lesið sms sem þeir senda?
Þetta eru spurningar sem skipta máli og þessar spurningar koma upp af því "tölvuþrjótur" benti á þetta vítaverða athæfi Vodafone.
Tölvuþrjóturinn var kannski bara að gera það sama og Manning eða Snowden.
Menn deila svo um hvort þetta eru verk unnin í góðum tilgangi eða hvort þetta eru jafnvel hryðjuverk.
Líkti tölvuþrjótnum við vítisengla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg Hárrétt !
Í sama stað verður fólk að gera sér grein fyrir að ALLT sem gert er á netinu, hvort sem sent er mynd, texti er rekjanlegt og einhvers staðar er afrit geymt.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.