Kynbundið ofbeldi?

Svona getur nú "kynbundið ofbeldi" tekið á sig margar myndir. Því miður þá ganga menn almennt út frá því að karlar séu gerendur og konur þolendur í því sem við köllum kynbundið ofbeldi.

Í Simbabve nauðga konur körlum, í þeim tilgangi að safna sæði til trúarlegra athafna. Það er eitthvað í menningu þessa hóps sem fær konur til þess að framkvæma þessi voðaverk. Ég er þeirrar skoðunar að eitthvað í menningu Íslendinga fær karlmenn til þess að fremja voðaverk að sama skapi. Ég trúi því að voðaverk séu ekki bundin við kynferði heldur miklu frekar við eitthvað í menningu hvers þjóðfélags.

Á Íslandi er neysla áfengis í dýrðarljóma og neysla annarra vímuefna að stefna í það sama. Íslendingar telja sig mjög frjálslynda í trúmálum en segja má að neysla vímuefna sé einskonar trúarathöfn Íslendinga. Næstum allt svokallað "kynbundið ofbeldi" á sér stað undir áhrifum þessara efna eða um 90%.

Í Simbabve tel ég að það þurfi að taka á þessum trúarlegu athöfnum fremur en að tala um vondar konur og að sama skapi á Íslandi, þá þarf að taka á trúarlegum athöfnum Íslendinga í stað þess að tala sífellt um vonda karla.


mbl.is Konur nauðga körlum á hraðbrautum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anepo

En eins og við vitum getur Íslenskum karlmönnum ekki verið nauðgað....

nema þeir séu í fangelsi, séu börn sem hjálpa prestum, séu aldir upp í slæmu heimili eða teknir gíslingu....

en annars þá getur karlmönnum á íslandi aldrei verið nauðgað eins og feministar á Íslandi hafa "sannað".

Anepo, 23.3.2012 kl. 16:19

2 identicon

Stundum er sagt að Ísland sé Zimbabwe norðursins. Þetta með trúarathafnir beggja þjóða (áfengisdrykkja/sæðisgaldrar), styrkir þá fullyrðingu.

óli (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband