Er ráðherra að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot?

Ögmundur/Halla hafa ákveðið að taka út innsetningarákvæði úr barnalögum, en ákvæði þetta var sett á til að koma á umgengni í þeim málum þar sem tálmunarforeldri hefði einbeittan brotavilja og léti ekki af tálmunum við vægari úrræði.

Innsetning var sett inn í íslensk barnalög 2003 til að koma til móts við álit Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau ríki sem ekki legðu sig fram við að stöðva umgengnistálmanir brytu á 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.

Ég get alveg tekið undir það að innsetning með þeim hætti sem hún er framkvæmd á Íslandi með alla fjölmiðla ofan í hálsmálinu á tálmunarforeldrinu er ekki það sem barn þarf.

Hins vegar ef innsetning var sett inn til að koma í veg fyrir að ríkið væri að fremja mannréttindabrot, þá þarf að koma annað úrræði í staðinn. Annars er verið að lögleiða mannréttindabrot.

Réttur barnsins til að þekkja og njóta umönnunar foreldra sinna er brotinn með tálmunum. Þegar foreldri brýtur á barni sínu með þessum hætti þá eiga að vera afleiðingar.

Lög án afleiðinga eru ólög.

Það er óeðlilegt að foreldri sem brýtur þannig gegn barni sínu haldi forsjá barns.

Það er óeðlilegt að ríkisvaldið horfi fram hjá því að foreldri brjóti þannig gegn barni.

Það er með öllu óeðlilegt að það megi ekki refsa foreldri fyrir að brjóta þannig gegn barni.

Fjölmörg ríki leitast við að uppfylla 8. gr. mannréttarsáttmála Evrópu með ýmsum hætti þó Norðurlönd komi þar aftarlega og Ísland aftast.

Í Belgíu er þriggja ára fangelsisvist við umgengnistálmunum, (e. parental kidnapping)

Í Frakklandi er tveggja ára fangelsi við umgengnistálmunum.

Ungverjaland var dæmt til að greiða föður á sjöttu milljón ísk. vegna brots á 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu með úrræðaleysi í umgengnistálmunum.

Ástralía, Kanada og mörg ríki Bandaríkjana eru með refsingar við umgengnistálmunum.

Í mínum huga þarf ekki að fangelsa neinn vegna umgengistálmana, það þarf ekki innsetningu til að koma á umgengni. Það þarf einfaldlega að svipta tálmunarforeldri forsjá barnsins og láta barnavernd sjá til þess að forsjáin fari til aðila sem kann að fara með forsjá barns.

Umgengnistálmun er ofbeldi og það þarf að skilgreina það sem slíkt. Margir tálmunarforeldrar ólust sjálfir upp hjá tálmunarforeldri, þannig að ofbeldið gengur oft milli kynslóða eins og annað ofbeldi.

Ofbeldismaðurinn, tálmunarforeldrið, nýtur samúðar í tálmunarmálum og börnin fá enga aðstoð.

Til útskýringa, þá er ég alltaf að tala um tilefnislausa umgengnistálmun, enda er tálmun skilgreind þannig í lögum.


mbl.is Fá upplýsingar frá skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband