Íslenskt öryggi, engu líkt!
29.7.2010 | 14:44
Hvalfjarðargöngin eru dæmigerð fyrir íslensk umferðaröryggismál.
Vegagerðin hendir í okkur handónýtu gatnakerfi sem liggur við að er gert til að drepa og svo er hent upp hraðamyndavélum út um allt til að halda fólki á þeim hraða sem bílar voru gerðir fyrir á fyrrihluta síðustu aldar.
Það eru sex hraðamyndavélar í koldimmum Hvalfjarðargöngunum og 70 km hámarkshraði.
Það hlýtur að vera kominn tími á að Íslendingar leggi metnað í gatnagerð og geri ráð fyrir því að bílar eru gerðir fyrir meiri hraða í dag en fyrst þegar þeir voru framleiddir.
![]() |
Hvalfjarðargöng fá falleinkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti kannski bjóða þér á Norðfjörð? Sérstaklega að vetri til þegar allt er í snjó og sól í heiði. Ef Hel er hola þá þarftu að fara þar í gegn fyrst...
Sindri Karl Sigurðsson, 29.7.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.