Borgarbúar hafna öfga femínistma?
30.5.2010 | 14:20
VG tapar meira en helmingi af fylgi sínu frá síðustu borgarstjórnarkosningum.
VG tapar mun meira en Samfylking og Sjálfstæðisflokkur.
Eru kjósendur að hafna vinstri stefnu? Það er varla hægt að segja það því VG heldur sínu víðast hvar nema í Reykjavík og Akureyri þar sem allir tapa miklu nema nýja framboðið.
Eru kjósendur að hafna VG vegna bankahrunsins? Varla, því VG hefur aldrei verið í ríkisstjórn fyrr en eftir hrun.
VG í Reykjavík hefur mjög róttækan femínista í oddvitastöðu í landi þar sem kvenréttindi eru hvað mest í heiminum.
Ég tel það mjög líklegt að borgarbúar hafi ekki talið þörf á slíkri róttækri femínstastefnu inn í borgarstjórn og því hafi VG tapað næstum 60% af fylgi sínu frá síðustu kosningum.
Íslendingar geta verið stoltir af kvenréttindum hér á landi. Við erum fremst allra þjóða í þeim málum. Reynum að standa eins framarlega í réttindum annarra hópa.
Steingrímur: VG bætti víða við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála, hefði vilja sjá Þorleif í 1 sæti.Flokkurinn hefði komið betur út með hann í stafni.
Hörður Halldórsson, 30.5.2010 kl. 21:53
Veruleika fyrtur maður!
Sigurður Haraldsson, 31.5.2010 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.