Fækkum þingmönnum
17.5.2010 | 08:32
Nú er verið að skera niður út um allt en á einum stað megum við ekki skera niður. Við verðum að láta Evu Joly fá þessa 80 manns í fullt starf næstu fjögur árin til að klára rannsóknina.
Hvar fáum við peninga í það?
Er ekki ráð núna að fækka t.d. þingmönnum um helming í átta ár?
Þá erum við að spara 30 starfsmenn á Alþingi í tvisvar sinnum fjögur ár og hefðum ráð á að bæta við 60 starfsmönnum til Evu Joly í fjögur ár í staðinn.
Eva er nú þegar með 30 manns en þarf 80. Látum hana hafa 90 manns og látum nægja að hafa 33 þingmenn næstu átta árin.
Rannsóknin gæti tekið 4 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða bull er þetta ?
Það á að fækka þingmönnum VARANLEGA , niður í c.a.30 .Við þessar rúmlega 300 þús.hræður höfum ekkert gagn og alls ekki efni á að vera með 33 þingmenn .Flest að þessu liði er bara ánægt með góða og þægilega innivinnu . Og skemmtilegar þingveislur .Ekki eru þau á Austurvelli ,að sýna samstöðu .Þau hafa það bara fínt og örugg laun .
Kristín (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 10:11
Átti að standa 63 þingmenn !
Kristín (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 10:13
Það er greinilegt að þið hafið litla þekkingu á störfum Alþingis. Hvert Alþingi er stofnun sem aldrei má dæma eftir þeim sem þar sitja hverju sinni, hvert þjóðríki fær þá valdsmenn sem það á skilið og þingmen eru þeir sem við völdum, oft er það val torskilið og freistandi væri að taka dæmi, læt það þó ekki eftir mér.
Starf Alþingis fer að mestu fram í nefndum þingsins, þingfundirnir hafa oft á tíðum lítið gildi vegna þess hve málefnasnauðir þingmenn eru og á atkvæðaveiðum. En á þingfundum eru mál til lykta leidd með atkvæðagreiðslum.
En til að hægt sé að manna allar nefndir þingsins án þess að hver þingmaður þurfi að sitja í mörgum nefndum þá þarf Alþingi að vera skipað næstum þeim fjölda sem þar situr í dag. Ef þingmönnum er fækkað niður í 30 verður þingið óstarfshæft, svo einfalt er það.
Það er oft góður kostur að kynna sér mál áður en farið er af stað með upphrópanir. Við megum ekki rugla saman þessari mikilvægustu stofnun Lýðræðisríkisins Íslands og þeim sem þar sitja og mörgum þykir lítið til koma.
Hverjir kusu þetta fólk á Alþingi?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.5.2010 kl. 10:38
Bara það eitt og sér að ellefu þingmenn gegni ráðherrastöðu samhliða þingmennsku segir manni það að of margir eru á þingi.
Þess utan eru dæmi um að menn hafa setið bæði á þingi og í bæjarstjórn. Og auk þess eru þingmenn sem gegna öðrum störfum meðfram þingmennsku.
Ég viðurkenni að ég hef ekki mælt nákvæmlega hversu margir þingmenn eru nauðsynlegir en það er margt sem bendir til þess að þeir eru of margir.
Hverjir kusu þetta fólk er líka spurning sem erfitt er að svara. Til að komast inn á Alþingi þarf maður að ná ákveðnum vinsældum innan lítils hóps fólks í einhverju kjördæmi. T.d. minnir mig að efsti maður á lista Framsóknar í Reykjanesi hafi verið með um 500 atkvæði á bak við sig í prófkjöri.
Raunverulega voru það því um 500 manns í þessu 300.000 manna landi sem komu þessum tiltekna efsta manni inn á þing. Ok, jú það þurfti atkvæði í Alþingiskostningum líka, en prófkjörið er það sem virkilega skiptir máli því þar eru einstaklingarnir kosnir.
Heimir Hilmarsson, 17.5.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.