Einn lífeyrissjóð!

Er ekki kominn tími á að sameina lífeyrisréttindi landsmanna í einum lífeyrissjóði.

Fyrir það fyrsta þá er það alveg arfa vitlaus hugmynd að vera með 80 - 100 lífeyrissjóði í þessu fámenna landi til að tryggja okkur lífsviðurværi á efri árum.

Í annan stað þá er himin og haf á milli réttinda sem menn ávinna sér eftir því í hvaða sjóði þeir eru.

Í þriðja lagi eru allir landsmenn látnir borga fyrir sérstök lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna á meðan þeir sem eru í öðrum lífeyrissjóðum þurfa að taka á sig þvílíkar skerðingar vegna óráðsíu stjórnenda lífeyrissjóðanna.

Nú er rétta tækifærið, þegar fjölmargir lífeyrissjóðir hafa drullað upp á bak og troðið á réttindum umbjóðenda sinna, að leggja niður lífeyrissjóðskerfið í núverandi mynd og setja alla í lífeyrissjóð.

 


mbl.is „Menn eru stjörnuvitlausir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sammála.  Villi Egils hefur nú algjörlega skitið í brækurnar í þessu máli og opinberað hverskonar skítseiði og eiginhagsmunaseggur hann er.  Maður hafði nú smá trú á honum hér í den, en það er farið.

Guðmundur Pétursson, 29.4.2010 kl. 01:07

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þjóð sem inniheldur 300. þúsund manns...Af hverju marga lífeyrissjóði, er einn ekki nóg?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.4.2010 kl. 02:08

3 identicon

Sem betur fer getur fólk sagt sig úr sjóðnum, og valið aðra sjóði ef það er óánægt. Þannig er hægt að láta peningana eða lífeyrinn tala.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband