Sorglegt
12.4.2010 | 22:10
Það er sannarlega sorglegt að ekki skuli vera hægt að finna þrjá einstaklinga sem hafnir eru yfir allan vafa um vanhæfi til að gera svo mikilvæga skýrslu.
Úr fréttinni:
"Sigríður Benediktsdóttir hljóti að vera vanhæf, enda lýsti hún áður en hún hóf nefndarstörf opinberlega þeirri skoðun sinna að orsakir falls bankanna hafi annars vegar verið græðgi og hins vegar sinnuleysi þeirra stofnana sem setja hafi átt reglur og tryggja fjármálalegan stöðugleika".
"Einnig hljóti Tryggvi Gunnarsson að vera vanhæfur, þar sem tengdadóttir hans starfar - og starfaði fyrir hrun - sem lögfræðingur í Fjármálaeftirlitinu, þar sem hún hafi verið lykilstarfsmaður og allt í öllu á mörgum sviðum."
Ég þekki ekki lög um vanhæfi en í mínum huga er þetta fólk ekki hafið yfir vafa um vanhæfi og því réttmæt gagnrýni hjá Davíð. Davíð þekkir hins vegar lögin vel og kannski bara hefur hann rétt fyrir sér í þessu eins og mörgu sem hann hefur sagt síðastliðin ár.
Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.