Eina von okkar um réttlæti!
3.4.2010 | 20:22
Ég tel það vera okkar einu von að erlendir aðilar sæki til saka þá sem komu Íslandi á hausinn.
Íslensk stjórnvöld munu ekki gera það.
Rannsóknarskýrslan sem allir bíða eftir mun eingöngu vera pólitískt áróðursplagg.
Ekki gat ég skilið það öðruvísi hjá Jóhönnu og Steingrími J. í viðtali hjá Agli Helgasyni en að það færi alveg eftir því hvaða flokkar sætu í ríkisstjórn þegar skýrslan kæmi út hver niðurstaða skýrslunnar yrði.
Það segir mér að skýrslan mun ekki koma með neinn sannleika heldur aðeins pólítískan áróður.
Skýrslan mun þó varla ganga það langt að einhverjir sekir verði settir inn því eðli stjórnmála virðist vera fyrst og fremst að tryggja starfsöryggi stjórnmálamanna. Gangi þeir of nærri stórtækum fjárglæframönnum þá eru þeir að stofna starfsöryggi sínu í hættu.
Fögnum allri erlendri rannsókn sem verður gerð á íslensku bönkunum.
Velkominn Deutsche Bank!
Rannsaka Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þó fyrr hefði verið.
Björgólfsdólgarnir hafa valdið íslensku þjóðinni óbætanlegum skaða.
Hamarinn, 3.4.2010 kl. 20:36
Kannski það verði Deutsche Bank sem komi Björgólfsfeðgum á bak við lás og slá, þar sem þeir eiga heima. Ekki gerir saksóknarinn sérstaki það. Enn rekur Björgólfur Thor Actavis, eins og ekkert hafi í skorizt og Karl Wernersson græðir á Lyf og heilsu, sem hann dró ólöglega út úr Milestone. Ekki dettur honum í hug að borga til baka, því sem hann stal úr Sjóvá og skattgreiðendur þurftu að greiða. Það er eitthvað meira en lítið að í þessu gjörspillta þjóðfélagi.
Steini (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 21:07
Ég ber traust til nefndarinnar sem hefur rannsakað hrunið. Fyrirmælin sem nefndin fékk hef ég ekki séð ennþá, en þau munu örugglega koma fram í skýrslunni. Þýski bankinn sem nú hyggst hefja rannsókn á starfsemi Landsbankans er kærkomin viðbót við þá gagngeru skoðun sem verðið er að gera á okkar spyllta samfélagi.
Að rannsóknarskýrslan sé áróðursplagg er einfaldlega sagt vegna þess að þú telur að hallað verði á ákveðana stjórnmálaflokka sem hér hafa stjórnað meira og minna áratugum saman. Það er að mínu áliti jafn gáfulegt og að segja að símaskráin sé áróðursplagg
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.4.2010 kl. 21:35
Ég hef ekki heyrt forsætisráðherra og fjármálaráðherra tjá sig um símaskránna með sama hætti og um skýrslu rannsóknarnefndarinnar í Silfri Egils.
Ég skyldi þau þannig að ríkisstjórnin yrði að halda velli þar til skýrslan kæmi út því annars gæti niðurstaðan orðið pólitísk öðruvísi. Skýrsla sannleikans er því pólitísk hvort sem mönnum líkar það vel eða illa. Ef skýrslan fjallaði um sannleikann þá myndi hún ekki breytast við skipti á ríkisstjórn.
Mér finnst það ekki gáfulegt að tengja þetta álit mitt við mínar pólitísku skoðanir því ég er að vantreysta Alþingi til að fást við þetta mál og Alþingi saman stendur af öllum flokkum. Ég veit ekki hvar Deutsche Bank stendur í pólitík.
Heimir Hilmarsson, 3.4.2010 kl. 23:02
Er símaskráin ekki áróðursplagg?
Hamarinn, 3.4.2010 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.