Geirfuglinn, kindurnar og ísbirnir

Þola Íslendingar ekki lifandi dýr? Það eru ekki mörg lönd í heiminum þar sem villt dýr þrífast ekki, en hér á þessu harðbýla landi þá er það ekki veðrið og gróðursneyðin sem gerir út af við dýralífið. Það eru blessaðar manneskjurnar sem búa hér sem virðast bara ekki þola það að sjá nokkuð lifandi.

Menn geta svo sem fært einhver rök fyrir því að drepa blessaðan ísbjörninn, hann er jú hættulegur. Kannski eigum við bara að útrýma hættulegum dýrum?

Rökin fyrir því að útrýma villtum kindum hljóta þó að vera langsóttari. Varla ráðast þessar kindur á menn og dýr?

Kannski er þetta eitthvað tengt skattinum?  Það er rétt. Þessi dýr borga ekki skatt eða afnotagjöld ríkissjónvarpsins. Kannski er það þess vegna sem verður að skjóta þau öll.


mbl.is Búið að skjóta ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kindurnar ráðast ekki á menn. Þú gefur þér það. En ætlar þú að sjá um að smala þeim kindum sem að ganga í kringum þetta fé. Fé sem sleppur einu sinni í smalamennskum verður ennþá illviðráðanlegra næst.

Þú kannski gerir þér ekki grein fyrir því að í þessum dýrum grassera sjúkdómar sem að geta fellt heilu stofnana, ef þeir komast inní sauðfjárbú.

Hafaríið í kringum kindurnar í Tálkna er eitt það asnalegasta sem ég hef vitað. Sérstaklega þá þegar borgarbörnin í Reykjavík kvarta undan illri meðferð á dýrum. Dýrin sjálf eiga mjög bágt, þ.e.a.s. horn eru orðin innvaxin. Það að stofninn fjölgi sér ekki er líka til marks um það að skepnunum líður ekki vel.

Jóhann Atli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Kindurnar í Tálknanum voru ekki innan um aðrar kindur að því er ég best veit. Þær voru vel á sig komnar og hraustar samkvæmt fréttum.

Ástæðan fyrir að stofninn átti erfitt með að fjölga sér er nú kannski fyrst sú að atlögur hafa verið gerðar til að útrýma honum áður. Til að mynda var þyrla send eitt árið til að skjóta þær úr lofti.

Íslendingar virast halda það að villt dýr séu bara af því slæma og uppfull af sjúkdómum. Kindur sem ganga sjálfala úti en eru í eigu einhvers bónda eru hins vegar ekki smitberar?

Margt skrítið í kýrhausnum. já, eða kindarhaus.

Heimir Hilmarsson, 29.1.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband