Færsluflokkur: Mannréttindi
Konur gerendur í heimilisofbeldi
26.12.2009 | 12:51
Á Íslandi er heimilisofbeldi skilgreint í daglegu tali sem ofbeldi þar sem gerandinn er karlmaður og þolandinn er kona og börn eru áhorfendur og verða þar af leiðandi fyrir andlegu ofbeldi.
Mikið er hamrað á því í umræðu hér á landi að um kynbundið ofbeldi er að ræða þar sem gerendur eru eingöngu karlmenn.
Hættuleg umræða að mínu mati sem gerir það eitt að slá ryki í augun á fólki þannig að það loki augunum fyrir ofbeldi þar sem gerandinn er ekki karlmaður.
Þarna er móðir að missa forsjá á dóttur sinni vegna heimilisofbeldis. Engin karlmaður í spilinu. Pabbinn er dáinn en móðirin beitir barnið ofbeldi.
Gæti svona mál komið upp á Íslandi?
Það er afskaplega hæpið. Í fyrsta lagi er það ekki viðurkennt hérlendis að konur geti beitt ofbeldi. Í öðrulagi er það þannig að ef kona misþyrmir einhverjum þá er það ekki henni að kenna, heldur er einhver karlmaður sem hefur fengið hana til að gera það eða þá að einhver karlmaður hefur verið svo vondur við hana að það bara brýst út með þessum óheppilega hætti og því þarf sú kona aðstoð fyrst og fremst.
Á Íslandi er ekki talið barni fyrir bestu að vernda það gegn ofbeldisfullum mæðrum enda ekki gert ráð fyrir að þær séu yfirleitt til. Almennt viðhorf í dómskerfi Íslands er að börn þurfa mest á móður sínum að halda hvernig svo sem þær haga sér.
Hefjum ofbeldisumræðuna upp fyrir kynjastríðið og tökum á ofbeldi almennt. Mótmælum öllu ofbeldi og höfum opin huga fyrir því að fólk getur beitt ofbeldi óháð kyni.
Heimilisofbeldi hjá Love? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Konur ósakhæfar á meðan karlmenn eru sakhæfir?
21.12.2009 | 23:11
Ég þekki ekki til þessa máls en einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að konur séu frekar taldar ósakhæfar en karlmenn.
Er þetta rétt? Og þá hvers vegna? Er samúðin svona mikil með kvenkyns afbrotamönnum að menn hafa það ekki í sér að telja þær ábyrgar gjörða sinna?
Hvað verður þá um réttindi barna þegar kvennkyns ofbeldismenn eru oftast ósakhæfir?
Ég held það sé verðugt athugunarefni að kanna hlutfall á sakhæfi afbrotamanna í alvarlegum ofbeldisglæpum eftir kyni. Kanna hvort það sé fótur fyrir þvi að konur séu frekar taldar ósakhæfar og karlmenn frekar til þess fallnir að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Kona sem stakk barn ekki sakhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimilisofbeldi kynbundið?
16.5.2009 | 11:13
Þegar talað er um heimilisofbeldi er nánast undantekningarlaust verið að tala um fullorðinn karlmann sem geranda og aðalega konur en þó stundum börn sem þolendur.
Þessi frétt fjallar um unglingsstúlku sem skipuleggur og er tilbúin að borga mikla peninga fyrir það að fá móður sína tekna af lífi.
Hvað liggur hér að baki?
Hvað er í gangi þegar 16 ára barn vill drepa foreldri sitt?
Fréttin er stutt og segir ekki mikið. Það er ekki einu sinni fullskýrt í fréttinni að móðirin lifir.
Þegar heimilisofbeldi er í umræðunni þá er venjulega ábyrgðin öll á ofbeldismanninum og fórnarlambið stendur algerlega utan við málið en verður fyrir þessu ofbeldi eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Máltæki eins og Sjaldan veldur einn þá tveir deila eru ekki vinsæl meðal þeirra sem helst rannsaka umfang og afleiðingar ofbeldis en þær rannsóknir eru aðalega framkvæmdar með samtölum við konur sem leita til Kvennaathvarfa víða um heim. Þó er undantekning á þessu og það er helst þegar ofbeldismaðurinn er kona. Til dæmis ef kona drepur eiginmann sinn, þá er sagt þegar konur drepa ofbeldismenn sína eða þegar móðir slær barn, þá er sagt mæður of-aga stundum börn sín til að forðast gróft ofbeldi frá manni sínum.
Þegar litið er á ofbeldi sem verk karlmanns á hendur konu eins og oft er gert, þá er skiljanlegt að fólk fái rörsýn á ofbeldisverkin og að þar sé hreinlega annað kynið vont og hitt kynið gott. Vonda kynið ber ábyrgðina á verkinu og góða kynið er fórnarlamb.
Ég sé þessa frétt fyrir mér ef tilræðið hefði beinst að föður stelpunnar en ekki móður hennar. Ég geri ráð fyrir að þá væri góð umfjöllun um ástæður stúlkunnar fyrir heiftinni gagnvart föður sínum. Ég ímynda mér að fréttin hefði þá frekar snúist að því hvað barn er að fá þungan dóm fyrir það að brjótast út úr ofríki föðursins með þessum dramatíska hætti.
Ég veit ekki hvað veldur því að 16 ára stúlka vill drepa móður sína. Það geta verið margar ástæður eða ekki. Ég tel þó fullvíst að móðir barnsins hefði átt að verða þess vör að ekki lék allt í lyndi þeirra á milli. Ég tel líka að þessi unga stúlka sem bjó yfir þessari miklu heift hefði átt að njóta verndar barnarverndaryfirvalda. Móðirin hefði átt að vera búin að tala við barnvernd um brotthvarf stelpunnar. Hvar var faðirinn í myndinni?
Það er verið að tala um að 16 barn fari í fimm ára fangelsi. Hver ætlar að tala fyrir þetta barn?
Við þurfum að opna augun fyrir því að ofbeldi er ekki kynbundið. Bæði kynin beita ofbeldi og eru beitt ofbeldi, börn bæði beita og eru beitt ofbeldi. Heimilisofbeldi er af ýmsum toga og allir fjölskyldumeðlimir geta verið gerendur, þolendur eða hvoru tveggja þó ber að gæta þess að fullorðna fólkið í fjölskyldunni ber ábyrgð á því sem gerist innan hennar og þegar börn beita ofbeldi þá ber fullorðnum að bregðast við og leita aðstoðar ef með þarf. Þegar ég tala um fullorðna þá meina ég konur líka, en umræðan snýst oftast um að ábyrgðin á ofbeldislausu fjölskyldulífi hvíli aðeins á karlmönnum fjölskyldunnar.
Ég vill hvetja fréttamann mbl.is til að ná í meiri upplýsingar um þessa frétt og segja okkur hvað kom fyrir þessa ungu stúlku og hvað verður um hana í fangelsinu.
16 ára skipulagði morð á móður sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |