Var ekki barn drepið?

Hvernig stendur á því að þegar barn er drepið þá þykir það fréttnæmt að einhverjir vilja fangelsa meintan morðingja?

Á það ekki að vera sjálfsögð og sjálfgefin afleiðing af því að myrða einhvern að fara í fangelsi? Hvort heldur sem morðinginn er móðir eða einhver annar?


mbl.is Vilja fangelsa móður barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert sjálfsagt mál að láta móður í fangelsi fyrir að myrða barnið sitt. Að hún fengi hjálp og ekki refsingu væri við hæfi. Trúin á að að refsin sé viðeigandi í öllum tilvikum eru verstu trúabrögð heimsins í dag.

Enda er refsiþörfin almennt frekar af trúarbragða ástæðum enn hitt. Refsing þarf að vera til að sjálfsögðu fyrir þá sem ekki skilja aðra málýsku, enn ekki í næstum öllum tilvikum.

Þetta er ekki mál þar sem bara "einhver" drepur "einhvern"...

Óskar Arnórsson, 20.7.2011 kl. 12:00

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Það er bara ekki rétt að "refsiþörfin" sé af trúarbragða ástæðum.

Refsingar eru fyrst og fremst víti til varnaðar!

Það er að minnsta kosti kennt í afbrotafræði. Forsendur refsinga eru ekki að bæta brotamanninn heldur til þess að stemma stigu við hversu margir brotamenn verða til.

Það að sleppa mæðrum við refsingu fjölgar því mæðrum sem fremja brot af þessu tagi. Viljum við það?

Heimir Hilmarsson, 20.7.2011 kl. 12:25

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Refsihugtakið er að sjálfsögðu einstaklega gamaldags hugsun Heimir. Afbrotafræði dagsins í dag er á sama plani og vísindinn sem héldu því fram að jörðin væri flöt. Löngu úrelt fræði sem hverki passa né gera það gagn sem vonast er eftir.

Afbrotafræði sú sem er kennd í dag hefur ekki lagað neitt nema einmitt lagt til að fara meira varlegar í refsingum.

Forsendur refsinga eru margskonar, eða að eiga að vera það. Það getur verið nauðsynlegt að taka einn einstakling úr umferð, og þann næsta á að skylda í betrun fyrir sama hlut.

Þegar refsilögjöfunni er beitt eins og kökuuppskrift þá þarf ekkert dómsvald eða réttarhöld. Það væri hægt að spara mikið með að kaupa tölvuprógram sem væri matað með upplýsingum um hvernig ætti að bregðast við hverju tilviki.

Ég veit ekkert um þetta einstaka mál. Enn næstum því í 100% tilvikum á ekki að refsa móður fyrir morð á barni sínu. Hún sér um það alveg sjálf og oftast svo hart að ekkert fangelsi jafnast á við það.

Að halda að mömmur fari að drepa börnin sín sé einni sleppt er ekki umræðunar virði.

Refsilöggjöfin byggir á trúarbrögðum um allan heim og hefur alltaf gert. Ekki fyrir öllum afbrotum, enn hugtakið refsing og notkun þess er tengt trúuðu fólki og drottnunargjörnu sem er oftast það sama...

Óskar Arnórsson, 20.7.2011 kl. 13:11

4 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ertu þá að meina að það eigi ekki allir að vera jafnir fyrir lögum?

Það er hægt að nota sama tölvuforritið sem þú talar um í stað dómstóla með innbyggðu ójafnrétti þannig að mæður yrðu aldrei ábyrgar gerða sinna ef því er að skipta.

Ástríðuglæpir eru iðulega þannig að gerandinn refsar sjálfum sér með samviskubiti. Á þá að setja allt heimilisofbeldi undir þann hatt að ofbeldismenn og morðingjar sem níðast á sínum nánustu fái aðstoð í stað refsingar? Það væri hægt að setja það inn í forritið líka.

Ég þekki ekki þetta einstaka mál, en mér finnst það óhuggulegra að barn skuli hafa verið drepið en það að brotamaðurinn fari í fangelsi.

Ég tel það líka vera lítilsvirðing gagnvart konum að ganga út frá því að þær geti ekki verið ábyrgar gerða sinna. Ef faðir hefði drepið barnið sitt, þá væri það ekki til umræðu að faðirinn gengni laus eða þyrfti á aðstoð að halda. Hann yrði bara settur inn og fréttin myndi fjalla um drápið á barninu en ekki fangelsun föðursins.

Heimir Hilmarsson, 20.7.2011 kl. 14:49

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei, það eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögum samkvæmt þeirri merkingu sem margir leggja í það. Og það er ekki þannig heldur í raunveruleikanum.

Konur t.d. fá minni refsingu í öllum brotum en karlar, og það er engin lítilsvirðing fyrir konur. Karlar eru oftar í eðli sínu glæpahneigðir og konur ekki. Það á við næstum öll brot á t.d. norðurlöndum.

Þetta er svolítið merkilegt hversu hart almenningur heldur í refsihugtakið. Að mana fólk til að hefna sín. Ef þjóðfélagið má hefna sín má einstaklingurinn það líka, verður síðan útkoman.

Ofbeldi vex með hverjum deginum. Fleiri fangelsi eru byggð, og menn þjálfaðir á færibandi á kostnað almennings að verða ofbeldismenn. Um allan heim og ekki bara á Íslandi.

Geggjunin eykst með hverjum deginum og hneykslunargirni fólks matar þetta fyrirbæri á sama hátt og þegar olíu er hellt á eld...

Óskar Arnórsson, 20.7.2011 kl. 17:26

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þarf eitthvað að ræða þetta? Barnið var myrt og það ber að meðhöndla morðingjanna samkvæmt því!

Sigurður Haraldsson, 20.7.2011 kl. 19:36

7 Smámynd: Vendetta

Margar mæður eru samvizkulausir morðingjar, sem byrla bæði eiginmönnum sínum og börnum eitur eða einfaldlega myrða börnin með einhvers konar morðvopni. Sumar þessara mæðra eru hættulegar og geta oft haldið áfram að myrða af því að enga grunar að þær séu færar um þetta.

Að gefa konum aðeins hálfa refsingu á við karlmenn eins og er gert hér á landi er misrétti. Að ekki eins konur fremja ofbeldisglæp og menn réttlætir ekki þessa mismunun.

Vendetta, 20.7.2011 kl. 19:43

8 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Titill meistararitgerðar Helgu Völu Helgadóttir "Misskilin mannúð" sem fjallar um meðhöndlun réttarkerfisins á brotakonum segir mikið um þessi mál.
Úrdráttur úr ritgerðinni er hér: http://hdl.handle.net/1946/9300

En þar segir meðal annars: "Það að segja að konur fremji síður afbrot og því sé það óvenjulegra er alveg rétt. Það sýna tölulegar upplýsingar um fremjendur afbrota. En það þýðir ekki að stilla málinu þannig upp að konur fremji ekki afbrot. Þær fremja afbrot og það þarf að takast á við þær konur sem slíkt gera rétt eins og þá karla sem það gera. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að brotakonur fá annars konar meðhöndlun réttarkerfisins en brotakarlar. Svo virðist sem þeir sem starfa innan réttarkerfisins geri sér grein fyrir þeim mismun og er í lok ritgerðarinnar velt vöngum yfir því hvort líta megi svo á að verið sé að brjóta á rétti brotakvenna til að vera teknar alvarlega sem slíkar."

Ég leyfi mér jafnvel að draga í efa það að konur fremji endilega síður afbrot en menn á tveimur forsendum.

Annars vegar þá eru færri afbrot skráð á konur af því afbrot þeirra eru síður skráð. Það er ekkert til skrásett yfir afbrot kvenna sem horft er framhjá.

Hins vegar er þá fremja konur frekar annarskonar afbrot en karlar. Konur brjóta frekar gegn börnum en karlar með líkamlegu ofbeldi og konur brjóta frekar á börnum með einangrunarofbeldi. Líkamlega ofbeldið er sjaldnast skráð og einangrunarofbeldið er nánast aldrei skráð sem slíkt.

Ég er þeirrar skoðunar að það sé skylda hinna fullorðnu að vernda börn umfram allt annað.

Til þess þá þurfum við að hætta sjálfvirkri meiðaumkun með öðru kyninu því bæði kynin geta skaðað börn.

Það er hryllilegt að horfa uppá börn þjást fyrir meðvirkni með ofbeldisfullum mæðrum. Það er misskilin mannúð.

Heimir Hilmarsson, 20.7.2011 kl. 21:47

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég sagði þér að réttarfarsleg hugsun væri hugsuð í spori trúarbragðakerfis Heimir. Enda rökin sama sort og þegar talibanar lesa kóranin. Ég stend með þér í einu að fyrsta skylda fullorðinna er avernda og standa með börnum. Öllum börnum.

Og eftir rúmlega 30 ára vinnu með fanga af báðum kynum bæði innan og utan fangelsa í norðurlöndum þá leyfi ég mér að segja að konur almennt eru ekki næstum eins afbrotahneigðar og karlar. Og þær fá minni dóma en karlar fyrir sama brot.

Og þetta með "misskildu mannúðina" þá er þar engin miskilningur, heldur bara lélegur frasi. Það er fyrir löngu búið að finna upp hjólið í hvernig EKKI á að stoppa ofbeldi og afbrot. Og það er einmitt þessi aðferð sem hefur verið notuð í þúsundir ára án þess að virka.

Ofbeldi er ekki það sem fólk les um í blöðum eða horðir á í bíómyndum. Það er allt annað og miklu verra. Því verður aldrei lýst í neinum skýrslum eða rannsóknum. Né verður það stoppað með þeim aðferðum sem eru í gangi í dag.

Réttarkerfið er það sýstem sem þarf að fara sömu leið og kirkjan og prestar forneskjunar. Það þarf að finna nýjar leiðir þar sem vitað er að geri menn sömu hlutina með s0mu aðferð verður oftast sama útkoman. Um það eru allir sammála.

Nema gagnvart ofbeldi og glæpum. Það skila aðferðirnar og refsingarnar þeirri niðurstöðu að málin versna ár frá ári um allan heim. Og þannig mun það verða á Íslandi líka...þangað til menn fá nóg...

Óskar Arnórsson, 20.7.2011 kl. 22:50

10 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Hvort sem það eru refsingar eða aðstoð sem brotamenn þurfa á að halda þá hlýtur það að eiga við um bæði kynin.

Umræðan um aðstoð við brotamenn er hins vegar hávær þegar kemur að brotakonum á sama tíma og talað er um þyngri refsingar þegar brotamenn eru karlar.

Jafnvel þó það væru milljón glæpakarlar fyrir hverja eina glæpakonu þá á þessi eina glæpakona að fá sama dóm og þessir milljón glæpakarlar. Það er ekki hægt að réttlæta minni dóm fyrir sama glæp á þeim forsendum að brotamaður er kona. Ekki frekar en það er ekki hægt að réttlæta minni laun fyrir sömu vinnu af sömu ástæðum. Raunveruleikinn er sá að konur fá vægari dóma og lærri laun. Launin hafa lagast undanfarið og það þarf að lagfæra dómana með sama hætti.

Svo þegar kemur að því að við hættum að refsa glæpamönnum og förum að hlúa að þeim í staðinn eins og mér skilst að þú viljir Óskar, þá kemur spurninginn, hver á að fá meiri aðstoð fórnarlambið eða brotamaðurinn í ofbeldismálum? Það er vitað að fórnarlömb ofbeldismála eru nánast enga aðstoð að fá. Hvernig getum við réttlætt það fyrir þolendum að gerendur verði settir í bóðmul á meðan þolendur sitja úti í kuldanum?

Heimir Hilmarsson, 21.7.2011 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband