Þjóðarsátt þarf að byggjast á heiðarleika

Það er mikið rætt um vísitölur og verðbólgu í tengslum við þjóðarsátt á atvinnumarkaði. Mikilvægasta atriðið er þó ekki rætt, hvort sem það er gert vísvitandi til þess að blekkja launþega eða menn bara hugsa ekki út í það.

Þegar neysluvísitala hækkar um 2,8%, þá þurfa launþegar 2,8% meiri ráðstöfunartekjur til þess að hafa sama kaupmátt.

Þegar launavísitala / laun hækka um 2,8%, þá hækka ráðstöfunartekjur mjög mismikið.

Tökum dæmi um einstætt foreldri með tvö börn sem hefur 300.000 á mánuði og býr í eigin íbúð. Hvað gerist þegar launin hækka um 2,8%?

Staðgreiðsla skatta hækkar um 5,18% ef skattleysismörk hækka ekki líka um 2,8%

Barnabætur lækka um 1,9% ef viðmiðum um barnabætur er ekki breytt.

Vaxtabætur lækka um 1,6% ef viðmiðum um vaxtabætur er ekki breytt.

Ráðstöfunartekjur þessa foreldris hækka um 1,08% við 2,8% launahækkun. Verðbólga má því ekki vera meiri en 1,08% af kaupmáttur þessa einstæða foreldris á að halda sér.

Barnlaus einstaklingur með milljón á mánuði fær hins vegar 2,36% hækkun á ráðstöfunartekjur við 2,8% launahækkun og þolir hann því meiri verðbólgu án þess að kaupmáttur rýrni.

Ég er að notast við tölur frá 2011 út frá reiknivél sem ég smíðaði vegna BA verkefnis. http://rokverk.is/reiknivel

 

Það er algerlega nauðsynlegt að við förum að tala um RÁÐSTÖFUNARTEKJUR í stað launa. Ráðstöfunartekjur og útgjöld eru það sem skipta máli fyrir fjölskyldur í landinu.


mbl.is Flestir vilja þjóðarsátt á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Semsagt ef þú ert með fullt af styrkjum og bótum þá vigtar launahækkun ekki eins mikið og hjá þeim sem hafa enga styrki og bætur. Þarf einhverja reiknivél til að sjá það?

Ufsi (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 02:03

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ufsar nota ekki reiknivélar en það þekkist meðal manna.

Launahækkun skilar sér ekki að fullu í ráðstöfunartekjur hjá nokkrum launþegar, nema persónuafsláttur fylgi hækkuninni.

Ef við viljum leggja niður allar bætur, þ.m.t. persónuafslátt, þá þarf að hækka lægstu laun um allt að 70% svo ráðstöfunartekjur haldist þær sömu. Þessi hækkun myndi lenda á atvinnurekanda.

Persónuafsláttur eru því ekki endilega bætur til láglauna fólks heldur frekar bætur fyrir atvinnurekendur svo þeir komist upp með að greiða lærri lægstu laun.

Hugsanlega má rekja hæstu vexti í heimi á Íslandi að einhverju leiti til vaxtabóta. Það má alveg velta því upp hvort vaxtabætur séu bætur fyrir einstaklinga í húsnæðiskaupum eða fyrir fjármálafyrirtæki til þess að einstaklingar geti borgað hærri vexti.

Heimir Hilmarsson, 11.1.2014 kl. 12:21

3 identicon

Þar sem atvinnurekendur hafa ekki samið um eða skipt sér nokkuð af persónuafslætti, barnabótum, húsaleigubótum, mæðralaunum eða vaxtabótum fæ ég ekki séð hvernig þeir eiga að vera ábyrgir fyrir kaupmáttarbreytingum vegna breytinga/ekki breytinga á þessum liðum. Eins hafa fjármálafyrirtækin ekki átt neinn þátt í vaxtabótunum og ekki breytt vöxtum við breytingar á því kerfi og geta því ekki verið ábyrgir fyrir hvernig það snertir bótaþega.

Í kerfi þar sem skattar, styrkir og bætur miðast við skuldir, eignir, fjölskyldustærð og tekjur verður seint hægt að láta alla fá sömu kaupmáttaraukningu þegar einn liður breytist. Til þess þyrfti sér samninga fyrir hven einstakling við hvern atvinnurekenda, ríki og sveitarfélög þar sem hver stærð væri umsemjanleg.

Ufsi (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 15:38

4 Smámynd: Heimir Hilmarsson

we cannot separate any person from his or her context, nor can we separate a community from the people who live in it.

Turner, Francis J. (2011-02-15). Social Work Treatment: Interlocking Theoretical Approaches (Kindle Location 693). Oxford University Press. Kindle Edition.

Þegar þú segir að atvinnurekendur hafi ekki samið um eða skipt sér nokkuð af og að fjármálafyrirtækin hafi ekki átt neinn þátt í, þá gerir þú afskaplega lítið úr áhrifum þessara afla á Alþingi. Vissulega er það Alþingi sem sér um löggjafarvaldið en ekki Landsbankinn eða aðrar slíkar stofnanir, en guð forði okkur frá þeirri firringu að halda það að einstaklingar og fyrirtæki úti í samfélaginu hafi ekki áhrif á löggjafann. Þar hafa svo af augljósum ástæðum auðmenn og stór fyrirtæki meira vald enda geta þessir aðilar sett meiri resource'a í það að hafa áhrif á Alþingi.

Heimir Hilmarsson, 12.1.2014 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband