Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Á LÍÚ að hafa forgöngu um breytingar á stjórnarskrá?

Nýtt auðlindarákvæði verði kannski þannig: Auðlindir Íslands verði í eigu félagsmanna LÍÚ.

Ég get svo sem ekki sagt að það komi mér sérstaklega á óvart að Sigurður Líndal hafi verið skipaður formaður stjórnarskrárnefndar eftir að ég las frá honum skrif sem ég gat ekki túlkað öðruvísi en LÍÚ áróður. http://www.liu.is/upplysingaveita/greinasafn/nr/244/

Þar segir Sigurður gagnrýnendur fiskveiðistjórnunarkerfisins notast við aðferðir Adolfs Hitlers.
Þá segir hann gangrýnendur fiskveiðistjórnunarkerfinsins virðast vera marxista eða þá svo ringlaða að varla sé hægt að vera þeim ósammála.

Sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, talar á svipuðum eða sömu nótum og Sigurður Líndal samkvæmt frétt á DV http://www.dv.is/frettir/2013/3/21/segir-audlindaakvaedi-til-marks-um-ofgar-og-sosialisma/ 

Hvort ráðherra er að vísa í sósíalisma Karls Marx (Revolutionary Socialism) eða Adolfs Hitlers (National Socialism) eða hvorutveggja skal ósagt látið en hvorutvegga má teljast afskaplega ómálefnaleg umræða um mál sem skiptir svo miklu máli.

Siguður eyðir ekki orðum í að rökstyðja hvernig sjávarútvegur getur gengið betur þegar leiga á þorskkvóta er 300 kr. kílóið á sama tíma og verð á þorski úr sjó er 190 til 250 kr. kílóið.

Sigurður eyðir heldur ekki orðum í það hvernig nýliðun getur orðið í sjávarútvegnum þegar eitt kíló af kvóta kostar 2.100 kr. sem samsvarar brúttó innkomu af þeim afla í 9 til 11 ár.

Sigurður eyðir ekki orðum í að útskýra hvernig útgerðir gátu verið í stórkostlegum fjárhagslegum vanda áður en greitt var fyrir aflaheimildir en geti nú byrjað þrátt fyrir að þurfa að nota alla innkomu fyrsta áratuginn til þess að greiða höfuðstól aflaheimilda án þess að nokkuð verði eftir til þess að greiða annan rekstrarkostnað eða fjármagnskostnað.

 

Ég get ekki séð að stuðningsmenn LÍÚ yfirráða yfir auðlindum Íslands notist við málefnalega umræðu og þaðan af síður að stjórnarskrár frumvarpið geti talist í eðlilegum farvegi.


mbl.is Skipað í stjórnarskrárnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband