Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Er íslenska fátækasta tungumál í heimi?

Jafnrétti er stórt orð. Þó Ísland sé besta land í heimi fyrir konur, þá er svo langt því frá að jafnrétti ríki í þessu landi. Vont þegar orðið jafnrétti er notað yfir lítinn afmarkaðann hluta jafnréttis.

Í sifjamálum er mismunun hrópandi og hvergi á Íslandi ríkir meira ójafnrétti en einmitt í sifjamálum. Þar má nefna að meðlag er næstum eingöngu greitt af karlmönnum og aðstoð ríkis við umönnun barna er nánast eingöngu greidd til kvenna. Ísland er 10 til 30 árum á eftir Norðurlöndunum í jafnrétti í sifjamálum.

Karlar bera ábyrgðina á framfærslunni á Íslandi alveg eins og það var áður en launajafnrétti komst í umræðuna. Bæði kynin hafa jafnan rétt til þess að framfæra sig og sína en ábyrgðin á framfærslunni er enn hjá karlmönnum.

Jafnréttisbaráttan hefur meira snúist um rétt kvenna en ábyrgð þeirra. Þannig eru til dæmis nánast eingöngu karlar sem afplána fangelsi. Vissulega fleiri karlar sem fremja alvarleg brot en það skýrir varla allan muninn.

Konurnar fylla hins vegar Háskóla Íslands og útskrifar hann nú tvær til þrjár konur fyrir hvern einn karlmann.

Getur verið að karlar eigi erfiðara með að vera í skóla vegna framfærsluskyldu sinnar?

mbl.is Jafnréttið mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggjum jafnrétti barna til framfærslu

Ef jöfnuður á einhversstaðar við, þá er það hjá börnunum okkar.

Á fullorðins árum finnst mér í lagi að sumum gangi betur en öðrum, en þegar kemur að börnum, þá þurfa stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að öll börn geti notið þess sem í boði er fyrir börn.

Barnabætur tryggja á engan hátt að peningarnir renni til barns. Það hefur verið þekkt um langt árabil að djamm er mest þegar barnabætur eru greiddar út. Uppgrip hjá leigubílstjórum. Barnabætur eru ekki ætlaðar í fyllerí fullorðna fólksins, en þannig er það í raun í mörgum tilfellum.

Ef við viljum koma til móts við börnin sjálf í þessu þjóðfélagi, þá látum við peningana renna beint til barnanna.

Börn eiga að geta verið í íþróttum, hvaða íþrótt sem er, án þess að borga félagsgjöld eða búninga.

Börn eiga að geta verið í tónlistarskóla án endurgjalds og biðlistar eru ekki náttúrulögmál.

Afnemum virðisaukaskatt af vörum sem eingöngu eru ætluð börnum, s.s. barnaföt, bleiur, barnabílstólum o.s.frv.

Gefum börnum að borða í hádeginu án endurgjalds.

Tryggjum börnum leikskólapláss án endurgjalds upp að ráðlögðum tíma fyrir barn.

Höfum frítt í strætó og sund fyrir börn.

Afnemum barnabætur.

Helsta gagnrýnin á þessa leið er að þá fá börn tekjuhárra þjónustuna fría líka.

Þessi rök falla alveg um sig sjálf því þeir tekjuhærri geta greitt hærri skatta og gera það. Skattarnir greiða þjónustuna fyrir börnin og þannig borga þeir tekjuhærri meira fyrir þjónustuna.


mbl.is Borga minna fyrir bleiurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband