Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Stærstu fórnarlömb hrunsins?

Þessir sjömenningar, Hannes Smárason,Ingibjörg Pálmadóttir,Jón Ásgeir Jóhannesson,Jón Sigurðsson,Lárus Welding,Pálmi Haraldsson og Þorsteinn Már Jónsson, sem stefnt var í bandaríkunum eru kannski stærstu fórnarlömb hrunsins? Einn þeirra sagði strax eftir hrun að hér væri um að ræða stærsta bankarán sögunnar. Svo gat hver fyrir sig túlkað það eftir eigin höfði, hver rændi hvern?

Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa þurft að borga hátt á þriðja hundruð milljónir fyrir þennan málarekstur og kallinn ætlar að sækja bætur vegna þessa. Var ekki einhvers staðar haft eftir Jóni að neyslan hjá honum hafi verið eitthvað nálægt þessari upphæð í hverjum mánuði? Þannig að þetta myndi þá samsvara 200-300 þús hjá venjulegu fólki?

Nú þarf að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Einu dómstólunum í V-Evrópu og þó víðar væri leitað sem ekki er treyst til að dæma í sameiginlega forsjá. Hvernig getum við treyst dómstólum fyrir svo viðamiklu máli þegar sjálfur Dómsmála- og mannréttindaráðherra þjóðarinnar treystir ekki dómstólunum til að leysa úr forsjármálum? Íslenskir dómstólar eru þeir einu í Evrópu sem njóta slíks vantrausts af hendi ráðherra og ég skil því vel að skilanefnd Glitnis hafi reynt fyrir sér erlendis.


mbl.is Glitnismáli vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð eða sök?

Ótrúlega mikið talað um ábyrgð í tengslum við þetta stærsta "bankarán" sögunnar.

Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman?

Það er deginum ljósara hverjir bera ábyrgðina í augum núverandi ríkisstjórnar. Davíð Oddson ber faglega ábyrgð á hruninu að mati ríkisstjórnarinnar og hann var látinn sæta þeirri ábyrgð með brottvikningu úr starfi. Almenningur ber fjárhagslega ábyrgð á hruninu og ríkisstjórnin sækir grimmt á allann almenning að standa undir þeirri ábyrgð. Og þar með er það upp talið.

Ábyrgðin er ekki hjá þeim sem "stálu" peningunum.

Ábyrgðin er ekki hjá þeim sem hjálpuðu til við að "stela" peningunum.

Ábyrgðin er ekki hjá þeim sem horfðu fram hjá því að verið væri að "stela" peningunum.

Milljarðar á milljarða ofan eru afskrifaðir á þá sem mega "stela" peningum án þess að bera nokkurn tíman ábyrgð á því.

Spilling á Íslandi hefur sennilega aldrei verið meiri en síðustu tvö ár. Hið nýja Ísland er spilltara en nokkru sinni fyrr.

Við vitum hver ber ábyrgðina. En hver á sökina? Hver eða öllu heldur hvaða einstaklingar eru sekir?

Það virðist bara vera með öllu bannað að halda því fram að í þessu stærsta "bankaráni" sögunnar geti verið einhver sekur? Einhverjir sem hreinlega þarf að setja gæsluvarðhald þar til málinu er lokið og hefji svo afplánun strax í kjölfarið. Ég held að flestir viti hverjir eru sekir en enginn þorir að gera neitt. Eða þá að menn eru svo flæktir í málin að þeir stöðu sinnar vegna geta ekki gert neitt.

Hverning væri nú bara til að vera sanngjarn gagnvart litlu glæpamönnunum að veita bara öllum sakaruppgjöf sem hafa stolið minna en milljarði.

Það eru fjölmargir sem hafa stolið meira en milljarði og enginn þeirra hefur fengið dóm svo ég best viti. Eigum við þá ekki að láta það sama ganga yfir þá sem ekki hafa stolið eins miklu?


mbl.is PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn er sama og samþykki!

Það er ekki nóg hjá stjórnarandstöðunni að láta ríkisstjórnina bera ábyrgðina á IceSave samningi. Ef stjórnarandstaðan situr hjá, þá er hún að samþykkja samninginn. Þetta er of stórt mál til að hægt sé að sitja hjá til að firra sig ábyrgð.

Nú er það bara já eða nei.

Bretar og Hollendingar gefa Alþingi aðeins nokkra daga til að samþykkja samninginn til að búa til pressu og ótta. Bara það að þjóðinni sé hótað með þessum hætti segir mér að við eigum að fara dómstólaleiðina. Burt séð frá öllu öðru.


mbl.is Icesave verður stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband