Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Óútskýrður launamunur?

Þessi rannsókn getur varla talist martæk þar sem 53,4% er ekki viðunandi svarhlutfall.

En burt séð frá því, þá skulum við taka dæmi þar sem karl hefur 474.945 kr. í laun og kona hefur 346.734 kr.

Segjum að hér sé um að ræða foreldra tveggja barna og að börnin eigi lögheimili hjá móður en faðirinn greiði meðlag með börnunum í samræmi við tekjur.

Ráðstöfunartekjur þeirra verða þá þannig.
Karlinn (faðrinn) hefur 265.101 kr. til ráðstöfunar af þessum 474.945 kr. heildarlaunum.
Konan (móðirin)   hefur 370.921 kr. til ráðstöfunar af þessum 346.724 kr. heildarlaunum.

Yfir 30.000 börn, eða 40% af íslenskum börnum eiga foreldra á tveimur heimilum.
Í 95% tilfella er það karlinn sem greiðir meðlagið og konan sem þiggur það auk opinbers stuðnings.
Tekjuþörf karla er því að jafnaði mun meiri en kvenna hjá foreldrum þessara barna.

Getur það skýrt að hluta þennan launamun?
Getur það verið að launþegi krefjist frekar hærri launa af hann virkilega þarfnast hærri launa?
Getur það verið að framfærslukrafa á karla skili sér í kynbundnum launamun?

Það er ljóst að opinber stuðningur við barnafjölskyldur þegar foreldrar búa ekki saman miðast fyrst og fremst við svokallaða fyrirvinnuskipan þar sem konur bera ábyrgð á umönnun barna og karlar bera ábyrgð á framfærslu. Taka verður mið af því að mæður deila í yfirgnæfandi meirihluta lögheimili með eigin börnum. Öllum fjárhagslegum stuðningi er beint að lögheimili barns að undanskildum möguleikum foreldra til fæðingarorlofs. Lög og reglur um opinberan stuðning við barnafjölskyldur eru því í ósamræmi við megin áherslur hjúskapar- og barnaréttar og þingsályktunnar um fjölskyldustefnu sem leggur áherslu á ábyrgð beggja foreldra á umönnun og framfærslu barna.

-ps. Meðlag og opinber styrkur miðast við árið 2011. Í dag hafa bætur hækkað svo og meðlag.

http://www.foreldrajafnretti.is/reiknivel


mbl.is Laun kvenna 27% lægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband