Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Foreldrajafnrétti og Obama

Félag um foreldrajafnrétti hefur haldið þessu málefni á lofti hér á landi undanfarin ár og vissulega fagnaðarefni að fá talsmann eins og Obama.

Í dag er það þannig á Íslandi að feður sem búa með barnsmæðrum sínum eiga og mega standa sig í föðurhlutverkinu. Það gegnir hins vegar öðru máli um þá feður sem ekki njóta lengur náðar barnsmóður sinnar, þrátt fyrir eindreginn vilja þeirra til að standa sig í föðurhlutverkinu þá er það nánast algerlega undir barnsmóðurinni komið hvort þeir hafi leyfi til að koma að föðurhlutverkinu með öðrum hætti en að leggja til peninga.

4 days pr month

Vissuð þið að skilnaðarbörn á Íslandi eru á bilinu 20 til 30 þúsund?

Í auglýsingu frá félaginu fyrir alþingiskosningar 2007 segjum við frá því að rannsóknir sýni að skilnaðarbörn:
• eru 20 sinnum líklegri til að eiga við hegðunarvandamál að stríða.
• eru 20 sinnum líklegri til að lenda í fangelsi.
• eru 9 sinnum líklegri til að hætta í skóla.

Þau skilnaðarbörn sem halda góðu sambandi við báða foreldra lenda ekki í þessum hópi.

Upplýsingar um Foreldrajafnrétti er að finna á http://www.foreldrajafnretti.is

Foreldrajafnrétti á Facebook http://www.facebook.com/home.php#/group.php?gid=38732926719

Hvernig eiga feður að standa sig í sínu hlutverki þegar mæðurnar neita og réttarkerfið er ekki til staðar til að verja rétt barnisins?

DV hefur sagt frá einu slíku máli:

Viðtal Stefán 8 ág forsíða

 Hvenær fáum við að sjá íslenska löggjöf verja réttindi barnsins í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins?

Þar segir í 1.mgr. 18.gr.:

"Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi
stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar
beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til
þroska. Foreldrar, eða lögráðamenn, ef við á, bera aðalábyrgð
á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem
barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga."

Ísland sker sig úr hvað varðar þessi réttindi barnsins. Hvergi í vestrænum heimi eru réttindi barna til beggja foreldra minni en á Íslandi.


mbl.is Obama hvetur feður til að standa sig í stykkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkin samþykkt

Nú hefur Ríkisstjórn Íslands skuldbundið þjóðina til að standa skil á 650 milljörðum króna auk vaxta og það ekkert smá vaxta.

Hver 5 manna fjölskylda á Íslandi hefur verið gerð ábyrg fyrir 10 milljónum króna með 5.5% vöxtum sem byrjað verðu að greiða af eftir sjö ár. (Hver verður þá í ríkisstjórn?)

Eftir sjö ár verða þessar 10 milljónir á fjölskyldu orðnar að 14,5 milljónum króna miðað við 5,5% vexti eða 945 milljarðar króna verði ekki greitt inn á lánið á þessum tíma.

Undirskrift þessa samnings er samþykki íslensku Ríkisstjórnarinnar á því að hryðjuverkalögunum hafi verið réttilega beitt gegn íslensku þjóðinni. Sem aftur þýðir það að íslenska þjóðin er að gangast í ábyrgð fyrir hryðjuverkamenn.

Ég krefst þess að þeir hryðjuverkamenn sem ég er að gangast í ábyrgð fyrir verði látnir svara til saka sem hryðjuverkamenn.

Ég vill að allar eigur þeirra verði gerðar upptækar ásamt þeim eignum sem þeir hafa ánafnað öðrum til að koma þeim undan.

Ríkisstjórn Íslands hlýtur að vera skuldbundin okkur til að koma þessum mönnum á bak við lás og slá.


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum Davíð aftur!

Jón Ásgeir á alla fjölmiðla Íslands.

Jón Ásgeir á Samfylkinguna og þar með Ríkisstjórnina og þar með einnig ríkisreknu fjölmiðlana.

Eigum við að halda áfram að hlægja að erlendum fréttamönnum sem segja okkur sannleikann um íslenskt viðskiptalíf?

Búsáhaldabyltingin rak í burtu eina manninn sem þorir í Jón Ásgeir og kom þess í stað til valda ríkisstjórn í eigu Jóns Ásgeirs.


mbl.is Stærsta svikamál frá stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband