Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Hvar skyldi Ísland vera á "vísitölu barna" ?

Það kemur mér ekki á óvart að Ísland, "mekka femínistmans" skuli vera á topplista "vísitölu mæðra". Ég taldi jafnvel að Ísland væri í efsta sæti.

Við hljótum að fagna því öll sem eitt að svo vel sé búið að mæðrum hér á landi að við trónum í topp þremur á heimsvísu.

Nú getum við farið að snúa okkur að því að ná þessum árangri með aðra hópa. Nærtækast væri að huga að foreldrum almennt óháð kyni þar sem við þykjumst jú hafa jafnrétti í öndvegi.

Væri það ekki flott að geta sagt að Ísland væri þriðja besta land í heimi fyrir feður? Svo vel væri búið að íslenskum feðrum að við sköruðum fram úr nánast öllum þjóðum heims!

Það væri vissulega kærkomin viðbót við þann góða árangur í aðbúnaði mæðra.

Ég tala nú ekki um ef við settum nú börnin í forgang. Það væri alger snilld. Hvernig væri ef við reyndum að gera Ísland eitt besta og sanngjarnasta landið í heimi gagnvart börnum?

Við yrðum að hætta að einblína á mæður og fara að hugsa um börnin okkar og hvað þeim er fyrir bestu. Vissulega blandast bæði mæður og feður inn í þann pakka því hvert barn þarf á föður og móður að halda.

Fimmtán ára gömul móðir í Hafnarfirði sótti um aðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ handa barninu sínu. Hún fékk neitun vegna þess að móðirin var ekki nógu gömul. Hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi þegar barn fær ekki aðstoð af því móðirin er ekki nógu gömul? Snýst aðstoð til barna þá eingöngu um mæður? Og þá eingöngu mæður sem komnar eru af barnsaldri? Hafa börn engan rétt?

Á meðan Ísland gerir ráð fyrir því að nægilegt sé að huga að hagsmunum mæðra til að vernda börnin okkar, þá erum við ekki að standa okkur gagnvart börnunum.

Stjórnvöld gera ráð fyrir því að börnin njóti þess sjálfkrafa sé vel gert við móðurina. Vissulega er það í mörgum tilvikum þannig. Alveg eins og í mörgum tilvikum myndu börnin njóta þess ef vel er gert við föður þeirra. Kerfið hefur þó ekki áttað sig á því og ekki talið þörf á að gera vel við feður.

Ég tel fulla þörf á því að setja börn fram fyrir mæður í íslensku velferðarkerfi og að gera öllum foreldrum jafnt til höfuðs óháð kyni.


mbl.is Gott að vera móðir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband