Meðallaun eru ekki réttur mælikvarði

Þegar notast er við meðallaun ákveðinna stétta til þess að sýna fram á há eða lág laun stéttarinnar þá vaknar hjá mér grunum um að ekki eigi að segja allan sannleikann.

Ef við tökum dæmi um ímyndaðan banka þar sem starfa 100 starfsmenn. Tveir starfsmenn eru með 30 milljónir á mánuði en hinir 98 starfsmennirnir eru með 600.000 kr. á mánuði.

Meðallaun starfsmanna þessa banka eru þá 1.188.000 kr. á mánuði eða næstum tvöfaldar tekjur 98% starfsmanna í bankanum.

Eðlilegra væri að miða við miðgildi tekna. Í þessu sama dæmi væri miðgildi tekna 600.000 kr. á mánuði. Miðgildi segir okkur því mun meira um raunverulegar tekjur starfsmanna en meðaltal.

Hvað skyldi vera miðgildi dagvinnulauna hjúkrunarfræðinga?


mbl.is Með 381 þúsund í dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að benda á þetta. Fæstir hjúkrunarfræðingar sem sinna hefðbundnum hjúkrunarstörfum kannast við þessi laun. Jafnvel hjúkrunarfræðingar með 30 ára reynslu ná ekki þessari upphæð.

Sjálf er ég menntaður hjúkrunarfræðingur og hef þar að auki meistarapróf. Er með 294 þúsund í dagvinnulaun (miðað við 100% vinnu). Ég vinn hins vegar 50% dagvinnu og 20% kvöld- og helgarvinnu og fæ undir 180 þúsund útborgað á mánuði.

Anna Tómasdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 10:44

2 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Þetta fólk er allt með sömu laun og á sama taxta. Meðaltal heildarlauna segir meira en miðgildi dagvinnulauna, en besta talan væri miðgildi heildarlaun. Ég fann sambærilegar tölur fyrir Danmörk og þar voru meðal heildarlaun 600þ. kaupmáttur þeirra 600þ. (nota meðalgengi síðust 12mánaða) er eitthvað lægri. Munurinn er því 510þ. og 600þ. við erum down en out í augnabilinu. Þannig að ég held við ættum að miða við 90% af launum þar, þannig að ef að hjúkrunarfræðingar slá hendinni á móti hækkun uppá 30þ. þá hafa þeir klárað mína samstöðu með þeim og orðnir of frekir á fé.

http://www.sygeplejerskeuddannelsen.dk/Hvordan-bliver-min-fremtid/Hvad-kan-jeg-blive/Loenen.aspx

Það geta ekki allir verið með yfir 50% af meðallaunum slíkt er óraunhæft og endar með gengisfellingum.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/03/30/medallaun_i_fyrra_voru_365_thusund/

Hjalti Sigurðarson, 11.2.2013 kl. 21:08

3 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ég skoðaði kjarasamning hjúkrunarfræðinga og það er alveg ljóst að þar eru margir taxtar og fjölbreytilegir. Það eru því varla allir með sömu  laun og sama taxta eins og þú segir Hjalti. Ef allir hefðu það sama þá skipti ekki máli hvort notað væri miðgildi eða meðaltal.

Oftast eru laun þannig að fjöldinn er með lægri laun og fáir með hærri laun. Það gerir það að verkum að meðaltal sýnir iðulega hærri tölu en miðgildi.

Ég veit ekki hvort þú þekkir muninn á meðaltali og miðgildi því þú blandar heildarlaunum og dagvinnulaunum inn í samanburð á meðaltali og miðgildi. Miðgildi gefur betri mynd af tekjum starfstéttar óháð því hvort við tölum um grunnlaun eða heildarlaun.

Ég get fullyrt að miðgildi segir iðulega meira um tekjur stéttar en meðaltal á ofangreindum forsendum. Hins vegar þá segja heildarlaun ekki meira eða minna en grunnlaun, heldur segir það bara aðra sögu.

Grunnlaun segja til um hversu há laun starfstéttar eru miðað við sömu vinnu. Grunnlaun miðast við 100% starfshlutfall sem iðulega eru 40 klst á viku.

Heildarlaun segja bara allt aðra sögu. Þar getur um við borið saman tekjur manneskju í 20% starfi við aðra manneskju í 200% starfi. Oftast er þá manneskjan í 200% starfi með hærri tekjur en sú í 20% starfinu og eigum við þá að hækka laun þeirra sem eru í 20%  starfi?

Ég gæti trúað því að meirihluti hjúkrunarfræðinga séu á grunnlaunum svipuðum þeim sem Anna Tómasdóttir nefnir hér að ofan. Svo er sennilega einhver hópur hjúkrunarfræðinga með hærri grunnlaun sem hækka meðaltalið en ekki endilega miðgildið.

Fullyrðing þín um að það geti ekki allir verið með yfir 50% af meðallaunum er líka röng. Ef meðallaun eru 350 þúsund þá er 50% af því 175 þúsund. Það þarf enga gengisfellingu svo það gangi upp. :)

Heimir Hilmarsson, 12.2.2013 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband