Neyðarlög

Er ekki bara málið að setja á neyðarlög (í dag) sem gefur stjórnvöldum heimild til þess að færa aflaheimildir frá þeim sem taka þátt í þessum mótmælum til smábáta sem geta vel bætt við sig róðrardögum?
mbl.is Segir aðgerðir útgerðarmanna ólögmætar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Góð hugmynd. Við höfum komið upp stétt sægreifa sem fá pening fyrir það eitt að þeim var gefinn kvóti þegar þetta kerfi var sett á. Ég skrifaði um þetta sama út frá aðeins öðrum punkti, sjá: Óðalsbændurnir steyta hnefann

Mofi, 4.6.2012 kl. 14:14

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég styð þessa hugmynd alveg heilshugar, FRÁBÆRT.......................

Jóhann Elíasson, 4.6.2012 kl. 14:17

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er ekki að skilja þetta strákar þegar þið talið um að menn eigi kvótann og sérstaklega ekki að það séu einhverjir sem séu búnir að eiga kvóta frá því þetta kerfi var sett á...

Kvótanum er úthlutað árlega við skulum athuga það og að sjómenn geti tekið sér þetta frí núna er vegna þess að þeir eru að verða búnir með úthlutaðan kvóta sinn og nýtt kvóta ár verður ekki fyrr en í haust...

Svo hvernig er hægt að segja að þessi og hinn eigi kvótann....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.6.2012 kl. 14:22

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hafi einhversstaðar komið fram (hjá mér ég get ekki talað fyrir aðra) að einhverjir EIGI þann kvóta, sem þeim hefur verið úthlutað, þá er það rangt hjá mér og biðst ég velvirðingar á því.......

Jóhann Elíasson, 4.6.2012 kl. 14:47

5 identicon

Sæll.

Já frábært, af því að þessir aðilar eru að mótmæla því að lifibrauð þeirra sé tekið af þeim með illa unnum lögum skulum við setja neyðarlög sem taka af þeim eign þeirra. Þetta er alveg frábær lausn!

Ætli margir íbúðareigendur yrðu ekki ánægðir ef sveitarfélagið þeirra segði þeim að það gerði landið sem þeirra íbúð er á upptæka vegna þess að landið er sameign íbúa sveitarfélagsins.

Helgi (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 22:50

6 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Umræðan um þessi mál er á villigötum. Ég hef ekki séð neina vitræna umræðu um veiðileyfagjald eða galla í frumvarpi opinberlega. Umræðan byggist á hræðsluáróðri sem helst er á þá leið að hætt verði að veiða fisk úr sjó ef auðlindirnar fái að vera þjóðareign.

Ég skora á LÍÚ að hefja vitiborna umræðu um galla í þessum frumvörum sem liggja fyrir. Það væri til dæmis mjög einfalt fyrir þá að benda á að 70% gjald af hagnæði væri vitskert hlutfall. Ég skil ekki hvernig nokkrum manni detti til hugar að fyrirtæki hafi hvata til að skila hagnaði ef það þarf að skila 70% hagnaðarins til ríkisins og svo kannski 20-30% af restinni í skatt af hagnaði.

En burt séð frá því hvort þessi frumvörp eru ásættanleg eða óásættanleg þá hefur LÍÚ ekki efnt til vitrænna, upplýsandi umræðna um málið. Ofbeldi, rökleysa, hræðsluáræður og þvinganir eru aðferðir þeirra og slíkar vinnuaðferðir eru óásættanlegar.

Svo getum við ekki borið saman íbúðareign og kvótaeign. Nokkuð sérstakt og segir kannski hversu vel upplýst við erum að Ingibjörg talar um að engin geti átt kvótann því honum er úthlutað árlega og Helgi líkir kvótaeign við íbúðareign.

Auðlindir þjóðarinnar eiga að vera þjóðareign, það er vilji meirihluta landsmanna eftir því sem ég best veit. Fiskurinn í sjónum eru auðlindir okkar og því ætti enginn einstaklingur eða fyrirtæki að geta veðsett kvótann eins og um einkaeign sé að ræða. Það er gert í dag.

Af hverju vilja LÍÚ ekki vitræna upplýsandi umræðu?

Eru þeir hræddir við að útskýra fyrir þjóðinni hvernig útgerðir geti leigt kvóta af einstaklingum á 300kr/kg á sama tíma og þeir geta ekki greitt ríkinu 20-30 kr/kg í staðinn í veiðileyfagjald?

Eðlilegast væri að setja ströng skilyrði fyrir úthlutuðum kvóta þannig að útgerðir gætu ekki misbeitt því valdi sem fylgir úthlutuninni eins og þeir gera nú með stoppinu, þá er eðlilegt að þeir greiði ríkiinu ákveðna upphæð fyrir hvert kíló af úthlutuðum kvóta sem þeir geta þá skilað inn ef þeir nýta hann ekki.

Útgerðir geta áfram skiptst á aflaheimildum þegar um tegundaskort er að ræða þannig að t.d. x kg af þorski er skipt út fyrir y kg af ýsu eftir ákveðnum stuðlum en án þess að peningar fari á milli.

Heimir Hilmarsson, 5.6.2012 kl. 01:36

7 Smámynd: Mofi

Vandamálið er að þeir eiga kvótann. Jú jú, fiskurinn í sjónum er eign þjóðarinnar og lögin segja að það má taka af þeim kvótan og kvótanum er úthlutað á hverju ári en í praksís þá eiga þeir kvótann. Þeir keyptu hann, þeir veðsettu hann og eitthvað fleira sem maður vill ekki nefna :)

LÍÚ vill ekki umræðu um þetta því að staðan er góð í dag fyrir þá, þeir eiga þetta. Eina möguleika breytingin væri að breyta þessari eign þeirra og það vilja þeir ekki. Ég er ekkert hlynntur einhverju veiðigjaldi ofan á núverandi kerfi, ég er á móti því að það er fólk sem á fiskinn í sjónum og getur verið að hagnast á því bara vegna þess að þeir eiga fiskinn.Þegar kemur að því að aðrir aðilar vilja fara inn í þessa grein þá verða þeir að greiða einhverjum sægreifum fyrir aðgang, mér finnst það vera fyrir neðan allar hellur.

Mofi, 5.6.2012 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband