Hæstiréttur marklaus!

Ríkisstjórnin gefur þjóðinni þau skilaboð með þessum gjörningi sínum að Hæstiréttur Íslands sé stofnun sem ekki er mark á takandi.

Þegar Hæstiréttur hefur dæmt kosningu ógilda þá væri það eina rétta að láta sem sú kosning hafi ekki farið fram. Það væri siðaðra manna háttur. Einungis í spilltu bananalýðveldi getur það gerst að stjórnvöld beiti brögðum til þess að láta það standa sem hæstiréttur hefur dæmt ógilt.

Er þetta það leiðarljós sem þjóðin á að hafa. Eigum við nú öll að hætta að taka mark á dómstólum landsins? Eigum við þá ekki bara að leggja niður dómstóla? Þeir kosta nú ekkert lítið og ef ekki á að taka mark á þeim þá eru þetta peningar að fara út um gluggann.

Ég er alveg eins fylgjandi stjórnlagaþingi og alls ekkert á móti því. En ég tel að stjórnvöld ættu að fara fylgja íslenskum lögum. Það er illa fyrir okkur komið ef ekki er hægt að treysta dómstólum, eins og ríkisstjórnin er að segja okkur.


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dómstólar eru bara fyrir alla hina og þegar hentar að beita þeim, t.d. gegn andstæðingum í pólitík.

Þetta stjórnlagaþing er tragikómedía frá upphafi til enda. 

Forsendur fyrir breytingunum vafasamar, ESB virðist vera aðal ástæðan.
Forgangsröðin út í hött, vinnu og fjármagn sárvantar í annað.
Flýtimeðferð á kosningu og léleg kynning á 523 frambjóðendum
Dræm kjörsókn.
Fjölmörg vafaatkvæði og kasta þurfti hlutkesti 78 sinnum til að ákvarða úrslit.
Þeir sem kosnir voru hafa flestir enga þekkingu á lögum.
Efsti maður hlaut 3% atkvæða.
Fyrsta tillaga efsta manns var að brjóta á núverandi stjórnarskrá
Kosningin var ólögleg.

...og nú á að toppa vitleysuna með því að breyta þessu bara í "stjórnlagaráð". 

Svona vinnubrögð væru hvergi nokkursstaðar liðin nema í ríkjum stjórnað af öfgafólki og vitleysingum.

Njáll (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband