Stærstu fórnarlömb hrunsins?

Þessir sjömenningar, Hannes Smárason,Ingibjörg Pálmadóttir,Jón Ásgeir Jóhannesson,Jón Sigurðsson,Lárus Welding,Pálmi Haraldsson og Þorsteinn Már Jónsson, sem stefnt var í bandaríkunum eru kannski stærstu fórnarlömb hrunsins? Einn þeirra sagði strax eftir hrun að hér væri um að ræða stærsta bankarán sögunnar. Svo gat hver fyrir sig túlkað það eftir eigin höfði, hver rændi hvern?

Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa þurft að borga hátt á þriðja hundruð milljónir fyrir þennan málarekstur og kallinn ætlar að sækja bætur vegna þessa. Var ekki einhvers staðar haft eftir Jóni að neyslan hjá honum hafi verið eitthvað nálægt þessari upphæð í hverjum mánuði? Þannig að þetta myndi þá samsvara 200-300 þús hjá venjulegu fólki?

Nú þarf að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Einu dómstólunum í V-Evrópu og þó víðar væri leitað sem ekki er treyst til að dæma í sameiginlega forsjá. Hvernig getum við treyst dómstólum fyrir svo viðamiklu máli þegar sjálfur Dómsmála- og mannréttindaráðherra þjóðarinnar treystir ekki dómstólunum til að leysa úr forsjármálum? Íslenskir dómstólar eru þeir einu í Evrópu sem njóta slíks vantrausts af hendi ráðherra og ég skil því vel að skilanefnd Glitnis hafi reynt fyrir sér erlendis.


mbl.is Glitnismáli vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband