Ábyrgð eða sök?

Ótrúlega mikið talað um ábyrgð í tengslum við þetta stærsta "bankarán" sögunnar.

Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman?

Það er deginum ljósara hverjir bera ábyrgðina í augum núverandi ríkisstjórnar. Davíð Oddson ber faglega ábyrgð á hruninu að mati ríkisstjórnarinnar og hann var látinn sæta þeirri ábyrgð með brottvikningu úr starfi. Almenningur ber fjárhagslega ábyrgð á hruninu og ríkisstjórnin sækir grimmt á allann almenning að standa undir þeirri ábyrgð. Og þar með er það upp talið.

Ábyrgðin er ekki hjá þeim sem "stálu" peningunum.

Ábyrgðin er ekki hjá þeim sem hjálpuðu til við að "stela" peningunum.

Ábyrgðin er ekki hjá þeim sem horfðu fram hjá því að verið væri að "stela" peningunum.

Milljarðar á milljarða ofan eru afskrifaðir á þá sem mega "stela" peningum án þess að bera nokkurn tíman ábyrgð á því.

Spilling á Íslandi hefur sennilega aldrei verið meiri en síðustu tvö ár. Hið nýja Ísland er spilltara en nokkru sinni fyrr.

Við vitum hver ber ábyrgðina. En hver á sökina? Hver eða öllu heldur hvaða einstaklingar eru sekir?

Það virðist bara vera með öllu bannað að halda því fram að í þessu stærsta "bankaráni" sögunnar geti verið einhver sekur? Einhverjir sem hreinlega þarf að setja gæsluvarðhald þar til málinu er lokið og hefji svo afplánun strax í kjölfarið. Ég held að flestir viti hverjir eru sekir en enginn þorir að gera neitt. Eða þá að menn eru svo flæktir í málin að þeir stöðu sinnar vegna geta ekki gert neitt.

Hverning væri nú bara til að vera sanngjarn gagnvart litlu glæpamönnunum að veita bara öllum sakaruppgjöf sem hafa stolið minna en milljarði.

Það eru fjölmargir sem hafa stolið meira en milljarði og enginn þeirra hefur fengið dóm svo ég best viti. Eigum við þá ekki að láta það sama ganga yfir þá sem ekki hafa stolið eins miklu?


mbl.is PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband