Loksins

Þetta hlýtur að vera tímamóta dómur og löngu tímabær.

Mér finnst með ólíkindum hvað notendur geðheilbrigðiskerfisins eru látnir bera ábyrgð á sér og sjúkdómi sínum lengi án þess að gripið sé til þeirra aðgerða að svipta það sjálfræði.

Þar má nefna átröskun, alkóhólisma, alla fíkn og ekki síst þá sem losna ekki af sjálfsdáðum út úr ofbeldissamböndum. Samfélagið á að koma þessu fólki til hjálpar þó það sé gegn þeirra veika vilja.


mbl.is Í lífshættu af átröskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt og satt í sjálfu sér. Vandamálið er bara alltaf það að sjálfræðisrétturinn er svo sterkur og þessir sjúkdómar svo lúmskir og blekkjandi að það er afar erfitt að greina hvenær rétt er að grípa til svona aðgerða.

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 08:02

2 Smámynd: halkatla

Bara alla fíkn já, og alkóhólisma... humm, hverjir verða þá eiginlega eftir til að svipta fólk sjálfræði og veita þessa viðeigandi meðferð?

Finnst alltílagi samt það sem þú ert að segja um þá sem eru með alvarlega geðræna sjúkdóma einsog er í þessu tilfelli.

halkatla, 22.9.2010 kl. 08:13

3 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Já, ég var nú ekki að meina að það ætti að svipta alla, heldur meira að opna fyrir möguleikann á að svipta fólk sem svo greinilega er að stofna lífi sínu í hættu af völdum fíknar eða annarrar röskunar. Allt of margir þjást og deyja vegna þess að ekki er gripið inn í.

Heimir Hilmarsson, 22.9.2010 kl. 09:32

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil vekja athygli á öðru. Það er lagalegur réttur hvers manns að hafna læknismeðferð, jafnvel þó hann sé með lífshættuegt krabbamein. Það er virt og þetta fólk er ekki neytt til lækninga. Hvers vegna á fólk sem líður af geðrænum kvillum ekki að njóta sama réttar og aðrir? Það er feiknarlegt ofbeldi að svipta einhvern sjáfræði. Hvað ef einhver sættir sig ekki við það og bregst hinn versti við, sem er mjög skiljanlegt. Á þá að brjóta hann á bak aftur með miskunnarlausu ofbeldi, í svona tilfelli með því að neyða fæðu ofan í viðkomandi? Hvað gerist svo ef sá sem sviptur er finnst ættingjar sínir hafa svikið sig og niðurlægt, sem líka er skiljanleg afstaða, og snýst gegn þeim fyrir vikið. Verður sem sagt einstæðingur í veröldinni. Það að svipta mann sjálfræði er eki einfalt mál.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.9.2010 kl. 12:25

5 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Sæll Sigurður,

Þessi hlið málsins sem þú talar um er vel þekkt og nánast alls ráðandi í dag og væntanlega vegna þess að á þessum rétti var brotið með hryllilegum hætti hér áður fyrr. Þegar fólki var haldið inni á geðspítulum jafnvel vegna pólitískra skoðana sinna.

Ég tel að öfgar í hvora áttina sem er geti aldrei verið gott og ég vill ekki að hægt verði að svipta menn hægri vinstri og loka þá inni.

Það eru samt sorglega mörg dæmi um að geðrænn sjúkdómur er að gera út af við sjúklinginn og fjölskyldu hans án þess að nokkur geti rönd við reist.

Það getur verið mannúðlegt að svipta þessa einstaklinga sjálfræði og veita þeim aðstoð gegn vilja þeirra.

Heimir Hilmarsson, 22.9.2010 kl. 12:44

6 identicon

Besta leiðin í svona málum er auðvitað að fá fólk til að horfast í augu við sjúkdóm sinn og leita sér sjálfviljugt hjálpar. Það heykjast margir á því af ýmsum misgáfulegum ástæðum.

Persónulega þá finnst mér bara alls ekki nógu mikið að því gert að bjóða þeim sem á þurfa að halda hjálparhönd, eða það kemur a.m.k. nógu skýrt fram þótt ég sé alls ekki að draga úr starfi þeirra sem þó eru að reyna.

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:18

7 identicon

Ég tel að munurinn á því að svipta fólk sjálfræði sem er með geðræn vandamál og fólki sem neitar t.d. krabbameinsmeðferð vera einmitt sá að annar vandinn er geðrænn og hinn ekki. Hin manneskjan er þá heil á geði og fær um að taka þannig ákvarðanir. 

Munurinn á þeim einstaklingum gæti t.d. verið að sá sem er með t.d. átröskun neitar meðferð því hann vill halda áfram að stunda þá hegðun sem hann hefur gert hingað til og er orðinn háður. Brengluð hugsun veldur gífurlegri hræðslu við það að þyngjast upp í eðlilega þyngd, sem myndi flokkast sem óraunhæfur ótti sem einstaklingurinn gerir sér ekki fyllilega grein fyrir út af sjúkdómi sínum og því einstaklingnum í hag að fá meðferð, en vegna geðræns vanda neitar sjúklingurinn. Maður sem neitar krabbameinsmeðferð hefði væntanlega aðrar ástæður heldur en þær að hann vildi áfram vera með krabbamein, heldur t.d. að kannski eru líkurnar ekki mjög góðar á að meðferðin takist og vill þá kannski frekar reyna að gera gott úr því sem eftir er með fjölskyldunni í stað þess að gangast undir erfiða meðferð sem myndi kannski ekki virka og eyða síðustu dögunum upp á spítala.

Ég er virkilega sammála því að það ætti að nota það oftar að svipta fólk sjálfræði sem er með geðræn- eða fíknivandamál að stríða. Þó svo að það geti verið virkilega erfitt fyrir viðkomandi á þeirri stundu þá mun það borga sig til lengri tíma litið, og þegar einstaklingurinn er kominn út úr þessu skýi og farinn að hugsa á rökréttari hátt skilur hann oft hvers vegna fólk greip til þess að svipta hann sjálfræði. 

Ég þekki til tilfella sem bæði hefur verið gert, þ.e.a.s. að annar einstaklingurinn var sviptur sjálfræðinu og lifir mun betra lífi í dag en hann gerði áður. Hinn hefur ekki enn verið sviptur sjálfræði og er ennþá að grafa sig lengra og lengra inn í vandann eins og hann hefur gert í meira en áratug núna.

Ég hef persónulega þjáðst af átröskun og trúi því fyllilega að stundum er nauðsynlegt að grípa til svona ráða, hugsunin er einfaldlega orðin það brengluð að maður sjálfur hefur ekki lengur alltaf bestu dómgreindina. 

Stelpa89 (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband