Konur ósakhæfar á meðan karlmenn eru sakhæfir?

Ég þekki ekki til þessa máls en einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að konur séu frekar taldar ósakhæfar en karlmenn.

Er þetta rétt? Og þá hvers vegna? Er samúðin svona mikil með kvenkyns afbrotamönnum að menn hafa það ekki í sér að telja þær ábyrgar gjörða sinna?

Hvað verður þá um réttindi barna þegar kvennkyns ofbeldismenn eru oftast ósakhæfir?

Ég held það sé verðugt athugunarefni að kanna hlutfall á sakhæfi afbrotamanna í alvarlegum ofbeldisglæpum eftir kyni. Kanna hvort það sé fótur fyrir þvi að konur séu frekar taldar ósakhæfar og karlmenn frekar til þess fallnir að bera ábyrgð á gjörðum sínum.


mbl.is Kona sem stakk barn ekki sakhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konur fá vægari dóma, það hefur verið sýnt fram á það.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Hvar er jafnréttið sem alltaf er verið að tala um?

Á ekki að vera jafn réttur og jöfn ábyrgð?

Er kvennréttindabaráttan svo óþroskuð að vilja bara réttindi enga ábyrgð?

Þá er hægt að segja að kvennréttinda baráttan sé með unglingaveikina á háu stigi.

Heimir Hilmarsson, 21.12.2009 kl. 23:33

3 identicon

Mér finnst nú merkilegra að hún á að hafa verið "greind með geðklofa og geð- og atferlisraskanir af völdum kannabisefna". Ef geðlæknirinn vissi eitthvað um virkni kannabisefna þá myndi hann vita að þau gera engan ofbeldishneigðan sem ekki er með hneigðir til þess fyrir, öfugt ef eitthvað er.

Annars hef ég ekki vit á hinu með sakhæfið milli kynja, það getur vel verið.

Svava H. H. (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Nú eru konur afar lítill hluti dæmdra ofbeldismanna svo slík rannsókn myndi alltaf sýna framá að konur væru sjaldnar dæmdar í ofbeldimálum.

Einhver Ágúst, 22.12.2009 kl. 00:15

5 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ég þekki ekki til læknisfræðinnar í þessu en getur það verið að læknar séu líka meðvirkir með konum og úrskurði þær frekar veikar en karlmenn. Það er jú staðreynd að meðal öryrkja eru 50% fleiri konur en karlar. Hver getur verið skýringin á því? Þar koma læknar að.

Ég vona að ef einhver tekur að sér að rannsaka hvort konur fái vægari dóma eða séu frekar ósakhæfar en karlmenn að sá hinn sami kunni hlutfallsreikning. Það eru fleiri karlmenn dæmdir sekir en konur fyrir ofbeldisverk en rannsóknin þyrfti að beinast að hlutfalli ákærðra sem fá dóm miðað við kyn, hlutfalli ákærðra sem eru ósakhæfir miðað við kyn o.s.frv.

Heimir Hilmarsson, 22.12.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Persónulega hef ég dræma trú á þessum dómi, að hún sé ósakhæf vegna geðklofa og atferlisraskanna.. Þar sem orsökin fyrir því á að vera kannabisefni.

Satt að segja blöskraði mér hreinlega að þessi ályktun hafi verið dregin til þess að byrja með, þar sem það virðist eins og það sé verið að gera þessa "aumingja" konu að einhverju fórnarlambi í stað barnsins sem hún stakk, og systur hennar sem þurfti að horfa uppá það.

En þeim, sem dæmdu í þessu máli, líður e.t.v. betur vitandi að þessi "aumingja" kona, sem er ósakhæf vegna geðraskanna er óhult úti á götunni, þar sem ólíklegt telst að hún geri eitthvað af sér aftur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.12.2009 kl. 00:45

7 identicon

Ég man hreinlega ekki eftir því að karlmaður hafi verið dæmdur ósakhæfur á Íslandi þrátt fyrir skelfilega glæpi.  Man hinsvegar eftir nokkrum tilfellum þar sem konur eru dæmdar ósakhæfar.  Engin spurning að þessi dómur er algjört rugl og þetta er eitt af þessum sviðum þar sem jafnréttisbaráttan er öfugsnúin og í tómu tjóni.   Flest ofbeldisafbrot eru framin í fíkniefnavímu og ef þetta er fordæmisgefandi þá má bara loka litla hrauni og byggja haug af "Sognum" í staðinn.

One (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 01:19

8 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Mæli með að fólk kynni sér dóminn (hér). Þetta er tæplega uppgerð eða ýkjur.

Auk þess vek ég athygli á að konan er ekki frjáls ferða sinna, sbr. 

Konan var talin ósakhæf og dæmd til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Guðmundur D. Haraldsson, 22.12.2009 kl. 02:06

9 identicon

Það má benda á það að á Sogni eru eingöngu karlmenn eins og er, engar konur. En Sogn er, fyrir þá sem ekki vita, réttargeðdeild þar sem þeir vistast sem eru ósakhæfir en þurfa að vistast á viðeigandi stofnun.

Steini (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 02:34

10 identicon

þessi til dæmis með vöflujárnið http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1456954  hefði hann ekki átt barar að fara á sogn líka?

Orvar (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 05:54

11 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Það væri áhugavert að vita hvað verður um þessar ósakhæfu konur úr því þær eru ekki á Sogni. Sérkennilegt í ljósi þess hve oft maður heyrir af ósakhæfi kvenna að það skuli engin vera á Sogni.

Hætta þær kannski að vera geðklofar eftir að dómur er fallinn?

Heimir Hilmarsson, 22.12.2009 kl. 08:15

12 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ég var að lesa þennan dóm og er bara meira hissa á ósakhæfi. Staðfastur vilji til að endurtaka verkið með öflugri vopnum og engin eftirsjá.

Heimir Hilmarsson, 22.12.2009 kl. 08:27

13 identicon

Ósakhæfi vegna andlegra annmarka er ekki eitthvað sem dómstólar útdeila eins og smarties og hygla í þeim efnum ákvðenu kyni umfram hinu. Þetta er ávallt einstaklingsbundið mat og tekið tillit til margra ólíkra þátta. Dómarar eru ekki bundnir af áliti geðlækna og sálfræðinga við mat á sakhæfi, þótt þeri fari oft eftir þeim í reynd.

Kannabisefni geta auðveldlega valdið geðrofsástandi og geðklofaeinkennum, hjá fólki sem er með þessa geðsjúkdóma fyrir, það er óumdeilt.

Getur ekki líka bara verið það að karlmenn fremja margfalt fleiri ofbeldisbrot en konum, er þá ekki eðlilegt að hlutfall ósakhæfra er hærra?

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 08:40

14 Smámynd: Heimir Hilmarsson

 Tökum bull dæmi um hlutfallsreikning

Ef

150.000 karlmenn fremja glæpi þar af 10 ósakhæfir

10 konur fremja gæli þar af 5 ósakhæfar

Þá eru 7500 sinnum meiri líkur á að konur séu ósakhæfar en karlar.

Þó hugsanlega fleiri karlmenn fremji glæpi þá hefur það ekkert með hlutfall ósakhæfi milli kynja að gera.

Tekið er tillit til margra ólíkra þátta þegar ósakhæfi er metið. Er kyn einn þátturinn? Kannski. Dómarar, geðlæknar, sálfræðingar og aðrir eru bara mennskir og geta byggt sínar skoðanir á goðsögnum og fordómum eins og annað fólk. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur.

Umræða um kynbundið ofbeldi getur verið mjög skaðleg í ljósi þess að það getur ýtt undir þá tilhneigingu að líta framhjá ofbeldi kvenna. Þrátt fyrir þann veruleika að karlmenn fá fleiri dóma fyrir ofbeldisverk þá má ekki líta fram hjá ofbeldi kvenna.

Heimir Hilmarsson, 22.12.2009 kl. 09:44

15 identicon

Steini, síðast þegar ég vissi var ein kona á Sogni. Fyrir ekki löngu síðan voru tvær. Ein fyrir að stinga manninn sinn til bana og hin fyrir að bana dóttur sinni. Sú síðarnefndar er enn á Sogni eftir því sem ég best veit.

Borat (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 09:53

16 identicon

Reyndar hefur lagaprófessor í refsirétti sem ég var hjá fyrir nokkrum árum að það er skýr og augljós "óútskýrður refsimunur" á milli kynja, sem kristallast svoldið í máli Ísafjarðarbeggu, sem myrti mann í köldu blóði og þar sem dómurinn tók sérstaklega fram að hún hefði sér engar málsbætur SAMT fékk hún ekki 16 ár, eð í kringum 12 ef mig minnir rétt. Þannig að þetta fyrirbæri er til, allavega gagnvart refsiþyngd, veit ekki um sjálft sakhæfið.

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 09:57

17 Smámynd: Elín Ýr

Nú spyr ég, réttlæti gagnvart hverjum? Dómskerfið snýst jú fyrst og fremst um að endurhæfa þá einstaklinga sem hafa verið dæmdir, stuðla að því að þeir brjóti af sér aftur. Orðið refsikerfi er úrelt orð og gefur augaleið að það þjónar ekki hagsmunum neinna að senda afbrotamenn í "skammarkrókinn" nema helst að svala hefndarþorsta manna sem eru náttúrulega fáranleg rök.

Um kannabisefni, þá er það margsannað að kannabis getur triggerað undirliggjandi geðsjúkdóma, það er ekki kannabisefnið sjálft sem t.d. gerir einstaklinginn árásargjarnan, það er eðli sjúkdómsins sem triggerast.

Það hafa verið dæmdir karlmenn ósakhæfir. Það muna kannski einhverjir eftir morði sem átti sér stað í miðborginni fyrir nokkrum árum, framið af manni með geðklofa, sá var dæmdur ósakhæfur og það með réttu. Þetta vakti umtal á sínum tíma. Stór fangelsi þar sem menn húka árum saman til að taka út "refsingu" er ævagömul hugmyndafræði og löngu úrelt. Það er ekki árafjöldi refsingarinnar sem telur, það er árangur endurhæfingarinnar. Afbrotamenn eru engu að síður manneskjur líka og og orsakavaldar þess að þau fremja afbrot eru af fleiri toga en að vera bara "óforbetranlegir glæpamenn".

Þar að auki eru einnig búið að rannsaka að karlmenn og konur fremja ekki afbrot af sömu ástæðum. Auðgunarbrot er t.d. mun algengara hjá karlmönnum ásamt morðum,misnotkun,ofbeldi og nauðgun. Mismunurinn liggur þannig strax hjá kynjunum í afbrotunum sjálfum.

Elín Ýr , 22.12.2009 kl. 10:20

18 identicon

Ég trúi ekki mínum eigin augum þegar ég les yfir fullyrðingarnar hérna. Vel má vera að konur fái oft vægari dóma en karlmenn og þarf að taka á því.

Fyrst vil ég benda á muninn sem liggur í því að sá sem drap manninnnn með vöfflujárni var í vímu þegar atburðurinn gerist og víma er ekki talin afsökun fyrir því að fremja afbrot. Þessi kona sem var dæmd ósakhæf er ekki dæmd ósakhæf vegna þess að hún var í vímu heldur af því hún er haldin geðröskunum, og geðklofa sem eru rakin til langvarandi kannabisneyslu. Þetta eru tveir mjög ólíkir hlutir.

Þessi kona mun heldur ekki ganga um frjáls hún er vistuð á stofnun þar sem verður hlúð að þeim vandamálum sem hún á við að glíma og ætti fólk að líta á það sem jákvætt að hún verði undir eftirliti og meðhöndluð af sérfræðingum en ekki bara lokuð inni og síðan sleppt út á götu án viðeigandi meðferðar við geðröskunum sínum.

Síðast en ekki sýst þá vil ég benda á að höfundur býr til einhverja falska tölfræði til rökstuðnings þess að konur séu dæmdar ósakhæfar frekar en karlmenn, af því þær eru konur en ekki af því þær eru geðveikar. Þetta er fáránlegt. Konur almennt fremja mun færri glæpi en karlmenn, væntanlega því það er mikill munur á félagslegu taumhaldi kynjanna. Að sama skapi getur verið að konur sem fremji glæpi séu oftar réttilega ósakhæfar hlutfallslega.
Það er ekki hægt að setja þetta upp svart á hvítu eins og höfundur gerir í sinni fölsku tölfræði þar sem bakgrunnur kynjanna er ólíkur og meiri líkur á að geðheilir karlemnn fremji glæp en geðheilar konur.

Þessi samanburður er því fáránlegur af því í fyrsta lagi er tölfræðin gefin en ekki sönn. Í öðru lagi þar sem höfundur tekur ekki tillit til þess að það gæti verið að meiri líkur séu á að kona sem fremur glæp sé geðveik en þegar karlmaður fremur glæp. Stundum þarf að horfa á hlutina í víðara samhengi.

Andrea (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 10:41

19 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Nú er ég á hraðferð, en langar samt aðeins að leiðrétta varðandi tölfræðina og ósannar fullyrðingar. Í fyrsta lagi er ég ekki með neinar fullyrðingar, aðeins getgátur. Í öðru lagi setti ég fram tölfræðidæmi og tók það sérstaklega fram að um BULL dæmi væri að ræða til að sýna fram á að fjöldi brota pr. kyn væri ekki málið heldur hlutfall á ósakhæfi miðað við brot. Ég er ekki að segja að konur séu 7500 sinnum líklegri til að vera metnar ósakhæfar. Dæmið var BULL og það var skýrt tekið fram.

Margt athyglisvert búið að koma hér fram sem ég kommenta á í kvöld.

Heimir Hilmarsson, 22.12.2009 kl. 11:31

20 identicon

Andrea: " Í öðru lagi þar sem höfundur tekur ekki tillit til þess að það gæti verið að meiri líkur séu á að kona sem fremur glæp sé geðveik en þegar karlmaður fremur glæp."

Ert þú núna ekki að slá fram hugdettu sem þú hefur ekki hugmynd um hvort sé rétt eða ekki? Alveg það sama sem þú varst að gagnrýna greinahöfund (ranglega) um að gera?

Ég tel það væri mjög forvitnilegt ef rannsakað væri hlutfall sakfellinga í ákærum eftir kyni, hlutfall ákæra vegna gruns um glæp eftir kyni og þyngd dóma eftir kyn.

Ég veit ekki til að slík rannsókn hafi verið gerð hér á landi en ef svo er óska ég hér með eftir upplýsingum þar um.

Jafnréttisumræðan hér á landi hefur gengið út að konur eigi rétt á sömu kjörum og tækifærum og karlar. Stærstu rökin fyrir því er sú að konur og karlar séu í grunninn "eins". Með þeim rökum er karl ekki hæfari en kona til að gegna starfi eingöngu vegna kyns heldur beri að meta aðra þætti líkt og reynslu og menntun.

Ef því sé haldið fram að konur og karlar séu ekki "eins" t.d. þannig að karlar séu sálfræðilega glæpahneigðari og konur fremji ekki glæpi nema vegna geðsjúkdóma eru þessi rök sem öll jafnréttisbaráttan byggist á ekki lengur gild. Ef viðurkennt sé að karlar og konur séu eftir allt saman með það ólíkan huga og ólíka sálfræðilega þætti að það útskýri mismun í dómum milli kynja er allt eins hægt halda því fram að annað kynið sé hæfara frá náttúrunnar hendi og eigi því meiri rétt á hærri tekjum og fleiri tækifærum en hitt kynið. Þá erum við aftur komin á þann stað að kyn skiptir meira máli en menntun og reynsla.

Karma (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 16:41

21 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Svona eru bara forréttindi kvenna. Ég veit um mann sem fór í kynskiptingu til að breyta skuldinni hjá innheimtustofnun í inneign

Þorvaldur Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 20:41

22 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Heimir.

Konur hafa alltaf rétt fyrir sér. Allir menn sem eru í hjónaböndum eða sambúð, segja það, óumbeðnir.

Ég ætla ekki að skýra það frekar, en dómarar eru aldir upp af mæðrum sínum, eins og við allir hinir. 

Við getum þakkað okkað eiginkonum umburðarlindi sem þær hafa gagnvart okkur. Þær gefa okkur leyfi til að segja, út á við, að við séum  húsbóndar á okkar heimili. Eru einhverjir sem mótmæla slíkri yfirlýsingu.? Konurnar minna dómara á slíkar yfirlýsingar og komast léttilega upp með það. Þetta er vandamálið.

Eggert Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 23:44

23 identicon

Ég get samt ekki hætt að sjá krossfestinguna á kannabisefnum í þessari frétt hjá mbl. Í frétt um sama efnið á pressuni stendur:

"Móðir stúlkunnar segist hafa haft sívaxandi áhyggjur af henni undanfarna mánuði þar sem undarleg hegðun hennar hafi ágerst. Mat sálfræðings er að lyfjamisnotkun og alvarlegir atburðir á undanförnu árum, þar með talin kynferðisleg misnotkun, kunni að hluta til hafa valdið ástandi konunnar. Geðsjúkdómurinn hafi gert það að verkum að hún hafi verið „alls ófær um að stjórna gerðum sínum.“"

Mbl segir engöngu "af völdum kannabisefna" Þótt þau hafi spilað einhvern þátt í þessu þá kemst ég ekki hjá því láta það fara í mig hvað mbl reynir að mynda skoðanir lesenda sinna. Sem er alveg fráleit fréttamennska.

Einar (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 17:34

24 identicon

Alveg sammála þér Einar. -Skilaboðin eru nánast : Ef þú reykir kannabis áttu eftir að gera viðbjóðslega hluti ... Minnir á herferðina sem farið var í USA fyrir mööörgum árum þar sem auglýsing var sett í gang þar sem maður drepur bróður sinn í kannabisvímu og kona skellihlær við hliðna. "Smoke a joint, kill a brother" eða eitthvað álíka var "slagorðið".

En þetta er ofboðslega sorglegt mál í alla staði. Stúlkan er augljóslega mikið veik og vona ég að henni verði veitt sú aðstoð sem hún þarf til að skaða ekki samfélagið enn meira.

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband