Er Tímarit lögfræðinga slúðurblað?

Það má segjast með ólíkindum að tímarit sem kallar sig fræðirit skuli birta ritrýnda eins óvandaða slúðurgrein og grein Gunnars Hrafns Birgissonar.

Ég er ekki fræðimaður en Gunnar kallar sig það. Ég veit þó að fræðimennska og slúður eða rógburður fara ekki saman. Fræðimennska á að skilja sig algerlega frá sögusögnum og rógburði.

Gunnar bæði lýgur upp á Félag um foreldrajafnrétti og afbakar skoðanir þess og stefnu. Það er ekki fræðimennska og á ekki að sleppa í gegnum ritrýni Lögfræðingafélags Íslands.

Þegar Gunnar gagnrýnir PAS þá gagnrýnir hann fyrst og fremst persónuna sem kom fyrst fram með kenninguna fremur en kenninguna sjálfa. Burt séð frá því hvort kenningin sé góð eða slæm þá er það ekki fræðileg vinnubrögð að ráðast að persónu þess sem setti hana fram.

Gunnar notar meðal annars hátt tímakaup Gardners til að gera lítið úr kenningunni og hann notar sjálfboðastarf hans til að gera lítið úr titlinum hans

Upphafsmaður má sem sagt hvorki hafa há laun né stunda sjálfboðastarf því þá eru kenningar marklausar. Hvaða rugl er það og hvað koma laun viðkomandi fræðimanns kenningum hans við.

Ég ætla ekki að segja að kenningin frá 1985 sé rétt.  Ég er þess þó full viss að þessi kenning ætti að vera til þess fallinn að opna fyrir málefnalega umræðu um neikvæða innrætingu á barni.

Ekki er hægt að skilja annað en að Gunnar vilji ganga út frá því sem vísu í öllum málum að móðirin segi alltaf satt og ef hennar frásögn ber ekki saman við frásögn föðursins þá sé það alltaf faðirinn sem ljúgi.

Leyfum börnunum að njóta vafans! Aldrei ganga út frá því fyrirfram að annað kynið segi alltaf satt og að aðeins hitt kynið sé fært um að ljúga.

Ef við viljum hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi þá verðum við að hafa foreldrajafnrétti.

Þegar hagsmunir barnsins eru einir hafðir að leiðarljósi þá ríkir foreldrajafnrétti.

Um leið og við gerum annað foreldrið rétt hærra en hitt þá eru hagsmunir þess foreldris farnir að skyggja á hagsmuni barnsins.


mbl.is Segja gagnrýni Gunnars Hrafns ósanngjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband