Meðvirkni að bitna á börnum

Ég er að tala um meðvirkni barnaverndar, meðvirkni dómstóla, meðvirkni almennings gagnvart mæðrum sérstaklega.

Á sama tíma og ég fagna því að taka eigi á ofbeldismálum þá þykir mér það sorglegt að einungis á að verja börn fyrir ofbeldi karlmanna.

Nýverið var móðir dæmd í skilorð fyrir ofbeldi gagnvart 7 ára barni sínu. Fyrir þá sem ekki vita, þá er skilorð ekkert annað en "skamm" og ekki gera meira af þér í einhvern tíma.

Ég geri ráð fyrir því að ef barnið hefði verið tekið af móðurinni þá hefði verið sagt frá því í þessari einu frétt um málið sem ég hef fundið. Visir segir að "líkamlegar refsingar gagnvart börnum er almennt ekki viðurkennd uppeldisaðferð"

Staðreyndin er sú að líkamlegar refsingar eru bannaðar og við því eru viðurlög allt að þriggja ára fangelsi.Barnaverndarlög nr. 80/2002
3.mgr.82. gr. "Óheimilt er að: a. beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, ..."
1. mgr. 99. gr. "Hver sem beitir barn refsingum, hótunum eða ógnunum og ætla má að slíkt skaði barnið andlega eða líkamlega skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum."

Af visir.is: "Segir í dómnum að ofbeldið hafi haft djúpstæð áhrif á telpuna og skapað hjá henni mikið óöryggi"

Í lögum segir: "...skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum."

Móðirn fær ekki sektir og ekki fangelsi!

Barnið er ekki tekið úr umsjá móðurinnar!

Börn á Íslandi hafa dáið af völdum ofbeldis móður og jafnvel á meðan barnavernd veit af hættunni.

Hvernig væri að fara að rjúfa þögnina? Hætta meðvirkninni og taka á málum eins og þau eru.

Hér er fréttin af visir.is: http://www.visir.is/article/20091028/FRETTIR01/266382922

Ég finn ekki frétt um þetta mál á mbl.is og mér þykir það sorglegt. En vissulega er þetta heimilisofbeldi svo ég tengi það við frétt um heimilisofbeldi.


mbl.is Aukin hætta á heimilisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband