Átti einhver von á öðru frá "Guðföður útrásarinnar"?

Var það ekki Ólafur Ragnar sem dásamaði útrásina hvað mest! "Guðfaðir útrásarinnar" eins og sagt er að hann hafi kallað sjálfan sig í bók sinni sem var innkölluð daginn sem bankarnir hrundu.

Er ekki dóttir hans starfandi með Jóni Ásgeiri sem ekki er nú alveg hvítþveginn af útrásartöktum.

Ég er sannfærður um það að hver og einn alþingismaður eða forseti sem ekki greiðir atkvæði sitt gegn ríkisábyrgð á skuldum óreiðu útrásarvíkinga geri það ekki vegna þess að sá hinn sami er flæktur í málið persónulega með einum eða öðrum hætti.

Ég trúi ekki að saklaus borgari sem kemst inn á alþingi samþykki það að þjóðin í heild sinni taki út refsingu fyrir nokkra glæpamenn sem ganga lausir og eru ekki einu sinni sóttir til saka.

Áður en að Alþingi eða Forseti getur samþykkt slík lög ætti að vera búið að sækja til saka þá sem komu okkur í þessa stöðu.

Það hefur ekki verið gert og það virðist ekki vera á dagskrá.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband