Íslenskum ríkisborgurum ýtt til hliðar?

"Það getur ekki verið að íslenskum ríkisborgurum sé bara ýtt til hliðar" segir móðir tveggja barna sem er gert að vera í Bandaríkjunum á meðan á forsjármáli stendur.

Ég vona að þessi börn fái réttláta meðferð fyrir dómstólum í Bandaríkjunum, því hér á Íslandi er íslenskum ríkisborgurum ýtt til hliðar í massa vís.

Ótal íslenskir ríkisborgarar eru sviptir forsjá á börnum sínum hér á landi þrátt fyrir fullt hæfi til að fara með forsjá barna sinna. Engar forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að svipta foreldri forsjá aðrar en þær að hitt foreldrið sé því mótfallið.

Stöðvum ástæðulausar forsjársviptingar hér heima og virðum rétt þegna okkar hér á landi.


mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband