Heimilisofbeldi kynbundið?

Þegar talað er um heimilisofbeldi er nánast undantekningarlaust verið að tala um fullorðinn karlmann sem geranda og aðalega konur en þó stundum börn sem þolendur.

Þessi frétt fjallar um unglingsstúlku sem skipuleggur og er tilbúin að borga mikla peninga fyrir það að fá móður sína tekna af lífi.

Hvað liggur hér að baki?

Hvað er í gangi þegar 16 ára barn vill drepa foreldri sitt?

Fréttin er stutt og segir ekki mikið. Það er ekki einu sinni fullskýrt í fréttinni að móðirin lifir.

Þegar heimilisofbeldi er í umræðunni þá er venjulega ábyrgðin öll á ofbeldismanninum og fórnarlambið stendur algerlega utan við málið en verður fyrir þessu ofbeldi eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Máltæki eins og „Sjaldan veldur einn þá tveir deila“ eru ekki vinsæl meðal þeirra sem helst „rannsaka“ umfang og afleiðingar ofbeldis en þær rannsóknir eru aðalega framkvæmdar með samtölum við konur sem leita til Kvennaathvarfa víða um heim. Þó er undantekning á þessu og það er helst þegar ofbeldismaðurinn er kona. Til dæmis ef kona drepur eiginmann sinn, þá er sagt „þegar konur drepa ofbeldismenn sína“ eða þegar móðir slær barn, þá er sagt „mæður of-aga stundum börn sín til að forðast gróft ofbeldi frá manni sínum“.

Þegar litið er á ofbeldi sem verk karlmanns á hendur konu eins og oft er gert, þá er skiljanlegt að fólk fái rörsýn á ofbeldisverkin og að þar sé hreinlega annað kynið vont og hitt kynið gott. Vonda kynið ber ábyrgðina á verkinu og góða kynið er fórnarlamb.

Ég sé þessa frétt fyrir mér ef tilræðið hefði beinst að föður stelpunnar en ekki móður hennar. Ég geri ráð fyrir að þá væri góð umfjöllun um ástæður stúlkunnar fyrir heiftinni gagnvart föður sínum. Ég ímynda mér að fréttin hefði þá frekar snúist að því hvað barn er að fá þungan dóm fyrir það að brjótast út úr ofríki föðursins með þessum dramatíska hætti.

Ég veit ekki hvað veldur því að 16 ára stúlka vill drepa móður sína. Það geta verið margar ástæður eða ekki. Ég tel þó fullvíst að móðir barnsins hefði átt að verða þess vör að ekki lék allt í lyndi þeirra á milli. Ég tel líka að þessi unga stúlka sem bjó yfir þessari miklu heift hefði átt að njóta verndar barnarverndaryfirvalda. Móðirin hefði átt að vera búin að tala við barnvernd um brotthvarf stelpunnar. Hvar var faðirinn í myndinni?

Það er verið að tala um að 16 barn fari í fimm ára fangelsi. Hver ætlar að tala fyrir þetta barn?

Við þurfum að opna augun fyrir því að ofbeldi er ekki kynbundið. Bæði kynin beita ofbeldi og eru beitt ofbeldi, börn bæði beita og eru beitt ofbeldi. Heimilisofbeldi er af ýmsum toga og allir fjölskyldumeðlimir geta verið gerendur, þolendur eða hvoru tveggja þó ber að gæta þess að fullorðna fólkið í fjölskyldunni ber ábyrgð á því sem gerist innan hennar og þegar börn beita ofbeldi þá ber fullorðnum að bregðast við og leita aðstoðar ef með þarf. Þegar ég tala um fullorðna þá meina ég konur líka, en umræðan snýst oftast um að ábyrgðin á ofbeldislausu fjölskyldulífi hvíli aðeins á karlmönnum fjölskyldunnar.

Ég vill hvetja fréttamann mbl.is til að ná í meiri upplýsingar um þessa frétt og segja okkur hvað kom fyrir þessa ungu stúlku og hvað verður um hana í fangelsinu.


mbl.is 16 ára skipulagði morð á móður sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála.  á vin sem bjó með andlegum sadista í mörg ár og nú er hún búinn að eyðileggja börnin sín með kúgun og ofbeldi en engin gerir neitt. Konur eru nefnilega alltaf svo góðar!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Heimir það þykir ekki gott að benda á þessa staðreynd.  Í þessu sambandi er gott að benda á vísindagreinasafn http://www.csulb.edu/~mfiebert/assault.htm en þar segir í samantekt:

 SUMMARY:  This bibliography examines 249 scholarly investigations: 194 empirical studies and 55 reviews and/or analyses, which demonstrate that women are as physically aggressive, or more aggressive, than men in their relationships with their spouses or male partners.  The aggregate sample size in the reviewed studies exceeds 241,700. 

Gísli Gíslason, 18.5.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband