Snemma komið með hefðbundin kynhlutverk fjölmiðla

„Engin leið fyrir börn að reikna út hver er óhæf og hverri er treystandi“
 
Í fréttinni er sagt frá því að þriggja ára drengur drekkti bróður sínum og olli hinum varanlegum heilaskaða og jafnframt að móðirin þjáðist af svefnleysi og sofnaði.
 
Ótrúlegt hvernig fjölmiðlar geta alltaf sett karlkyn í hlutverk gerandans og kvenkyn í hlutverk þolandans, jafnvel þegar engin vafi leikur á að konan bar ábyrgðina eins og hér þegar móðir vanrækir þrjú ungabörn sín sem eru þriggja ára og yngri.
 
Bæði orðin drekkti og olli eru notuð um gerendur og eru hér notuð á litla þriggja ára vanrækta barnið, hugsanlega vegna þess að barnið er drengur.
Bæði orðin þjáðist og sofnaði eru notuð um þolendur og eru hér notuð um þann sem bar ábyrgðina, hugsanlega af því hún er kona og móðir.
 
Fréttamaður heldur áfram að rökstyðja þolendahlutverk ábyrgðaraðilans (konunnar):

Konan hafði flúið ofbeldisfullt samband. (þolandi) Réttlæting?

Konan bjó í lítilli íbúð með börnin sín þrjú. (þolandi) Réttlæting?

Þá talar fréttamaður um sameiginlega ábyrgð þeirra allra, konunnar og ungbarnanna, þegar hann segir "Öll tóku þau sér síðdegisblund þennan örlagaríka dag". Væntanlega þá öll ákveðið það saman?

Hvergi minnist blaðamaður á ábyrgð konunnar umfram kornabarnanna nema innan gæsalappa þar sem vitnað er beint í orð dómara.

Ég velti því fyrir mér hvort sjúkleg umræðan um kynbundið ofbeldi sé kominn með okkur á þann stað að þriggja ára strákum sé ætlað að bera ábyrgð á mæðrum sínum.


mbl.is Þriggja ára drekkti bróður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Hvað með fordóma í garð þeirra sem nota áfengi til þess að sofna?

Það er til nóg af svefnlyfjum sem fá mann til þess að sofa jafn fast eða fastar en nokkrir bjórar.

Ef hún hefði tekið inn svefntöflu með sömu afleiðingum þá hefði þetta ekki einu sinni farið fyrir dóm.

Hallgeir Ellýjarson, 7.12.2013 kl. 03:58

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ég tel líklegra að ef foreldrið hefi verið karl þá hefði hann verið dæmdur í fangelsi jafnvel þó hann hefði ekki notað nein efni til þess að sofna.

Konan fór ekki í fangelsi þó hún hafi verið ofurölvi og sennilega hefði verið nákvæmlega eins verið tekið á því ef hún hefði bara sofnað án þess að gera nokkuð til þess.

Meðvirkni með konum er svo sterk að ábyrgð er tekin af þeim og jafnvel færð yfir á ósjálfbjarga ungabörn.

Það virkilega vantar átak, Konur til ábyrgðar.

Heimir Hilmarsson, 7.12.2013 kl. 10:00

3 identicon

Ma ég vera með (kona)... ok ég er alger rebel gegn kvenhlutverkinu og kynjamyndunum (svo mikið að mér gengur ekkert í að ganga út) svo það sleppur.

Mín skoðun: 

  • JÓ Gaur! Þetta er frábært blogg og góð heilbrigð afstaða, og bæði kommentin flott og rétt, því miður,
  • Ef svona SLYS eru einhverjum "að kenna" þá er það samfélaginu.
  • Rannsóknir benda til að þreyta og svefnleysi eru í raun jafn eða meira hættuleg en lyf/áfengi þegar kemur að ábyrgð, hvot sem það er akstur eða barnapössun.
  • Ég veit ekki hvað er verra, fréttamennska eða dómskerfi
  • Gerði kona rangt með að drekka 4 bjóra? Já kannski, en hefði hún eki bara mist vitið og drekkt börnunum sjálf ef hún hefði ekki náð að sofa. Og í framhaldi af því, var það kannski það sem gerðist í raun og veru?
  • Samfélags ábyrgð? Eiga ekki allir þreyttir foreldrar rétt á að hvíla sig og á ekki að útvega þeim sem eru einir með (svona mörg) börn (og hafa ekki sitt eigið öryggisnet), burt séð frá kyni, afleysingu meðan þau fá hvíld svo sem eins og já 6 tíma á sólarhring eða svo? 
  • Konur til ábyrgðar JÁ TAKK..... en þegar manneskja er orðin veik af þreytu, þá getur hún ekki tekið ábyrgð og þarf að biðja einhvern annan um hjálp til a keyra heim eða passa börnin (Og já það er ábyrgð í sjálfu sér.

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 14:34

4 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Sæl Edda og þú mátt vera með. Ég ber jafna virðingu fyrir konum og körlum. Þess vegna tel ég konur jafn hæfar og karla að axla ábyrgð. Mín skoðun er sú að þegar konur eru ekki látnar axla ábyrgð á hlutum sem karlmenn eru látnir axla ábyrgð á, þá er verið að gera lítið úr konum. Þegar börn eru látin axla þá ábyrgð sem kona hefði átt að bera, þá er það lítilsvirðing við konuna. Þessi ólánsama móðir var þreytt og það var á hennar ábyrgð að leita sér hjálpar. Það er alvarleg vanræksla að drekka fjóra sterka bjóra með þrjú ungabörn í sinni umsjá jafnvel þó maður sé full frískur.

Margar rannsóknir benda til þess að karlar séu mun frekar látnir axla ábyrgð fyrir dómstólum en konur. Karlar eru frekar ákærðir fyrir sama verknað og fá þyngri dóma fyrir sömu brot. Karlar eru einnig frekar látnir afplána dóma sína en konur.

Ég tek undir samfélagslega ábyrgð á svona málum. Staðreyndin er sú að fangelsin eru full af karlmönnum sem samfélagið hefur brugðist. Í þessu tiltekna máli eru meiri líkur á því að þessi þriggja ára drengurinn lendi í fangelsi en móðir hans. Hann lendir ekki í fangelsi strax, en hugsanlega síðar á ævinni.

Margir fangar eiga sögu um erfiða æsku sem einkennist af vanrækslu og/eða ofbeldi bæði líkamlegu og andlegu. Margir fangar koma fyrst við sögu kerfisins sem barnaverndarmál strax sem ungabörn vegna vanrækslu eða ofbeldis og oft eru þessir einstaklingar meira og minna í ferli barnaverndarnefndar þangað til stofnanir fangelsismála taka við þeim þegar þeir eru orðnir um 15 ára +.

Þegar kona brýtur af sér, þá hringja allar viðvörunarbjöllur og fólk hrópar á samfélagslega ábyrgð. Konan á þannig fortíð eða erfiðleika að ekki var hægt að búast við öðru af henni. Það þarf að hlúa að henni en ekki refsa.

Þessar viðvörunarbjöllur hringja ekki þegar karlmaður brýtur af sér. Þá hrópar samfélagið bara á harðari refsingar.

Konur þurfa að krefjast þess að þær séu teknar alvarlega og þar með látnar axla ábyrgð til jafns við karla.

Ég hef samúð með þessari ólánsömu móður eins og ég hef samúð með öðrum ógæfumönnum.

Heimir Hilmarsson, 7.12.2013 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband