Ábyrg umræða

Nú eru LEAP og Snarrótin að fara fram á málefnalega umræðu um hvort lögleiða eigi þau vímuefni sem nú eru bönnuð.

Þeir segja: við viljum ekki hræðsluáróður heldur yfirvegaða umræðu á málefnalegum forsendum.


Þeir segja vímuefnaneytendur geta átt yfir höfði sér 20 ára fangelsi.

Staðreyndir er hins vegar sú að engin hefur hlotið dóm fyrir neyslu á Íslandi og 20 ára fangelsi er meira en hámarksrefsing fyrir morð svo hér er um hreinan hræðsluáróður að ræða.

Þeir segja að við getum komið í veg fyrir neyslu ungmenna á vímuefnum með lögleiðingu eins og með áfengi. Ástæðan sé sú að ungmenni geti ekki fengið fullorðið fólk til þess að kaupa handa sér áfengi af því það er bannað en dópsalar sem selja ólögleg vímuefni stendur á sama um aldur neytenda.

Málefnalegt? Börn geta með auðveldum hætti orðið sér út um áfengi eins og önnur vímuefni. Lögleiðing ólöglegra efna dregur ekki úr framboði þeirra.

Þeir segja það brot á borgaralegum réttindum að neytendur skuli vera "glæpamenn" þar sem þeir neyti ólöglegra efna. Með lögleiðingu efnanna "afglæpun" geta neytendur notað án þess að vera "glæpamenn".

Börn nota bæði áfengi og önnur vímuefni. Það er ólöglegt að nota áfengi fyrir 20 ára aldur, það er ólöglegt að nota tóbak fyrir 18 ára aldur. Eigum við þá að taka af aldurstakmark á neyslu svo við gerum ekki börnin okkar að "glæpamönnum"?

Þeir segja íslenska skóla ljúga til um skaðsemi vímuefna. Þeir líkja forvörnum við forræðishyggju.

Ég gjörþekki nú ekki þær forvarnir sem í gangi eru en tel þó það mikilvægast í átaki gegn vímuefnum vera góða forvörn. Forvarnir gegn tóbaksreykingum hafa til dæmis skilað góðum árangri þegar þær hafa verið í gangi.

Ég spyr, af hverju í ósköpunum eru þessir aðilar á móti forvörnum?


Einu málefnalegu rökin sem ég heyrði í gær á málstofu um stefnumótun í fíkniefnamálum voru að eiturlyfjasala stendur undir hryðjuverkastarfsemi í heiminum.

Það finnst mér vera rök sem þarfnist skoðunar, málefnalegrar umræðu og við þurfum að leita ráða til þess að sporna við því.

Ég veit svo sem ekki hve íslenskur markaður greiðir mikið af hryðjuverkastarfsemi í heiminum svo og starfsemi glæpagengja, en tel það þó ólíklegt að Talipanar finni sérstaklega fyrir því þó Ísland lögleiði fíkniefni. Við þurfum því varla að vera leiðandi í þeim efnum.
mbl.is Vitfirring í vímuefnamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Þá tók hún dæmi um bannárin í Bandaríkjunum, þegar áfengi var gert ólöglegt. Þá hefðu áfengismál farið í nákvæmlega sama farveg. Skipulögð glæpasamtök stóðu að innflutningi og dreifingu áfengis" Hvert fór mafían? Gat ekki séð betur en bara í næsta efni

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.2.2013 kl. 18:13

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ef við lögleiðum fíkniefni, hvert fer þá mafían?

Eigum við þá að lögleiða alla óæskilega hluti sem mafían getur þrifist á?

Stefna í vímuefnamálum er þörf og hún þarf að vera í stöðugri endurskoðun.

Umræðan um að lögleiða vímuefni einkennist af því að helsta vandamál vímuefnaneyslu sé að hún er ólögleg. Er það í alvörunni stærsta vandamálið?

Vímuefnaneysla er að mínu mati stærsta vandamáli, óháð því hvort hún er lögleg eða ólögleg.

Ungmenni flosna úr skóla vegna vímuefnaneyslu og breytir þá engu um hvort sú neysla er lögleg eða ólögleg. Flest þessi ungmenni hafa ekki náð aldri til þess að nota áfengi svo þau eru að neyta ólöglegra efna miðað við sinn aldur hvort sem þau nota áfengi eða önnur vímuefni.

Ég vill vita hvaða markmiði viljum við ná áður en talað er um lögleiðingu. Er markmiðið að friða samvisku fíkla? Er markmiðið að drepa mafíuna? Hvað er markmiðið?

Sagt er að lögreglan komi illa fram við fíkla vegna þess að efnin eru ólögleg. Lögreglan hefur líka komið illa fram við drykkjumenn þó efni þeirra sé löglegt.

Af hverju fer lögreglan illa með fíkla (drykkjumenn með taldir)?

Fíklar eiga oft erfitt með að verja sig. Þeir eru oft með brotna sjálfsmynd og því auðvelt að fara illa með þá. Illa innrættir lögreglumenn nýta sér þessa veikleika til þess að níðast á þeim. Algerlega óháð því hvort efnið er löglegt eða ólöglegt.

Við breytum ekki framkomu lögreglumanna með lögleiðingu fíkniefna. Það þarf að gerast meðal annars með innra eftirliti lögreglu.

En þó ekki síst með samkennd og virðingu fyrir einstaklingum óháð þeirra veikleikum.

Heimir Hilmarsson, 26.2.2013 kl. 19:03

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Vímuefnaneysla er að mínu mati stærsta vandamáli, óháð því hvort hún er lögleg eða ólögleg" Því er ég alveg sammála, enda er ég ekki að hallmæla banni við fíkniefnum heldur að benda á ákveðinn punt sem  virðist gleymast svolítið og þú nemdir ekki í þessari annars góðu og yfirgrips miklu grein, að glæpamenn eru glæpamenn. Þegar áfengið var lögleitt fóru glæpamennirnir úr Bandaríkjunum bara að heimta verndargjald og svo í fíkniefnin

Efast um að það dugi nokkuð að létta banni þar sem Þeir fara bara yfir í leigumorð, þjófnað, vændi, mannsal og annað í þeim dúr. Reyndar efast ég um að hóteldvöl í nokkrar nætur stöðvi þá heldur

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.2.2013 kl. 19:53

4 identicon

Þú segir "Einu málefnalegu rökin sem ég heyrði.."

Það er misjafnt hvað menn vilja heyra og hvað ekki, og hversu vel hlustað er. Af skrifum þínum að dæma hefur þú ekki heyrt hvaða rök LEAP setur fram, þvílíkir eru útúrsnúningarnir hjá þér.

Fíkniefnastríð gerir ekkert gagn, það skemmir þjóðfélagið, elur á fordómum og spillingu. Það framleiðir spillta lögreglu, mafíu, gengi, og í versta falli stendur undir hryðjuverkahópum í hinum stóra heimi; Það gerir hinsvegar EKKERT í því að minnka neyslu eða sölu fíkniefna, þvert á móti. Bandaríkin eru að hrynja í sundur í öllu ruglinu og gengi ráða orðið heilu borgunum - Kanar eru heimsmeistarar í neyslu fíkniefna.

Þú segir "Er það í alvörunni stærsta vandamálið?"

Já, stærsta vandamálið er löggjöfin og viðhorfið á bak við hana. Samtök eins og LEAP eru að reyna að benda á þá staðreynd að besta forvörnin er að eyða tíma og pening í að byggja upp mannúðlegra samfélag í stað þess að eyða í "stríðið". Reynslan frá BNA samanborin við reynsluna frá löndum eins og Hollandi, Portúgal og Sviss hefur sannað þetta nokkuð vandlega.

Símon (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 20:20

5 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Það er rétt Símon að það er ekki endilega það sama hvað sagt er og hvað heyrt er.

Ég reyni að því er mér finnst með opnum huga að hlusta eftir haldgóðum rökum fyrir lögleiðingu fíkniefna en ég hef ekki heyrt þau ennþá.

Það sem ég heyri minnir meira á stjórnleysingja (anarkista). Þ.e. Andstaða við yfirvald og höfnun á réttmæti þess. Andstaða við boð og bönn. Fullkominn anarkisma er hægt að finna í indverskri umferðarmenningu þar sem engar umferðarreglur eru og menn keyra ljóslausir í myrkri, báðum megin á götunni og það er í raun bara heppni ef þú lifir af næturkeyrslu.

Það upphróp sem þú setur fram Símon þarfnast röksemda. Það að bann við neyslu fíkniefna framleiði spillta lögreglu finnst mér til dæmis þarfnast skýringa.

Mín reynsla er sú að það þarf ekki ólögleg fíkniefni til þess að spilla lögreglunni. Í lögregluna veljast bæði þeir sem vilja vinna gott starf í þágu samfélagsins og einnig þeir sem vilja komast í aðstöðu til þess að misbeita valdi sínu gegn þeim sem minna mega sín. Seinni hópurinn níðist á fíklum óháð því hvort efnið sé bannað eða ekki bannað.

Hvað varðar fordóma, þá eru jafnvel meiri fordómar gagnvart kristnu fólki á Íslandi en canabis neytendum. Ekki síst meðal unga fólksins. Ungafólkið viðurkennir frekar að nota canabis en að trúa á Jesú. Þó er kristni leyfð en canabis bannað.

Ég er tilbúinn að hlusta á haldgóð rök en ég gef að sama skapi ekkert fyrir upphrópanir í slagorðum sem hafa enga merkingu.

Heimir Hilmarsson, 27.2.2013 kl. 01:03

6 identicon

Nei einmitt vinur, þú segist ekki ennþá hafa heyrt nein góð rök og væntanlega mun allt sem sagt er við þig áfram fara inn um eitt eyrað og út um hitt, og þá skiptir engu hvort sem það er ég sem reyni að ná til þín eða LEAP.

Reynslan hefur sýnt að stríðið virkar ekki á meðan afglæpun og lögleiðing hefur sannað sig, en þú neitar að hlusta. Þetta eru engar upphrópanir því reynslan hefur sannað þetta, og LEAP reynir að fá fólk eins og þig til að hlusta: Það er verið að bera saman reynsluna í BNA við reynsluna í Hollandi, Sviss og Portúgal. Þú hlýtur að skilja hvert er verið að fara með því að benda á þá staðreynd að Kanar nota tvöfallt meira gras per kjaft en Hollendingar, þrátt fyrir að Hollendingar geti keypt það löglega út í búð?

Hvernig væri nú að fara yfir þetta í rólegheitunum?

Auðvitað þarf ekki fíkniefnastríð til að spilla lögreglunni, en samt sem áður þá er það ein helsta ástæðan fyrir því hversu mikil spillingin er og hefur verið. Þetta er eitt af því sem Machon hefur rætt fyrir hönd LEAP, og hvernig þessi stríðsstefna hefur grafið undan mannréttindum okkar, en þú heyrir ekki neitt. 

Þessi spilling er líka hérna á Íslandi, ekki svo mörg ár síðan fíknó var gómað í bælinu með stærsta eiturlyfja barón Íslands. Embætti Ríkislögreglustjóra var stofnað rétt eftir þetta hneyksli en einn höfuðpaurinn í dóphneykslinu var hækkaður í tign og fékk vinnu hjá honum Haraldi, og ætli hann sé ekki ennþá á góðum launum þar. 

Spillingin er líka í formi vanhæfra aumingja, fauta og perverta með skjöldinn að vopni, eins og kemur fram í ágætri grein:

 "Helgi Gunnlaugsson birti grein í fræðiriti erlendis sem hét The Secret Drug Police of Iceland þar sem hann afhjúpaði vel lögleysuna í þessum málaflokki. Gerði alvarlegar athugasemdir við lögbrotin og vitleysisganginn hjá íslenskum stjórnvöldum, dómurum og fræðmönnum....

 (lögreglumanninum)honum ofbýður þetta ,,sexual ofbeldi“, ,,káf“ og ,,fautaskapur“ sem unglingum er sýnd. ,,Ef þeir sjá einhverja ljóshærða skutlu með stór brjóst sem er samt bara krakki þá er káfað á henni, hiklaust meira segja tekin upp á stöð, algert rugl,“ segir fíkniefnalögreglumaðurinn."

símon (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:53

7 identicon

M.ö.o.:

Joaquin "El Chapo" Guzman Loera reported head of the Sinaloa cartel in Mexico, ranked 701st on Forbes' yearly report of the wealthiest men alive, and worth an estimated $1 billion, today officially thanked United States politicians for making sure that drugs remain illegal. According to one of his closest confidants, he said, "I couldn't have gotten so stinking rich without George Bush, George Bush Jr., Ronald Reagan, even El Presidente Obama, none of them have the cajones to stand up to all the big money that wants to keep this stuff illegal. From the bottom of my heart, I want to say, Gracias amigos, I owe my whole empire to you."

...Meanwhile, many speculate that rich and prominent Mexican families are in cahoots with American businessmen in the alcohol industry, wealthy industrialists who launder the unprecedented profits from the drug business with their legitimate enterprises, and lawmakers who get gigantic kickbacks and payoffs to make sure that these drugs remain illegal, so they can remain rich, fat and happy. According to sources on both sides of the border, tens of millions of dollars in payoffs and kickbacks are stashed in Swiss banks every year, blood money from the brutal business made possible by a corrupt system supported by laws that don't, and have never, worked.

símon (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:57

8 identicon

Eins og LEAP orðar þetta:

We believe that drug prohibition is the true cause of much of the social and personal  damage that has historically been attributed to drug use. It is prohibition that makes these drugs so valuable –  while giving criminals a monopoly over their supply. Driven by the huge profits from this monopoly, criminal gangs bribe and kill each other, law enforcers, and children. Their trade is unregulated and they are, therefore, beyond our control.

History has shown that drug prohibition reduces neither use nor abuse. After a rapist is arrested, there are fewer rapes. After a drug dealer is arrested, however, neither the supply nor the demand for drugs is seriously changed. The arrest merely creates a job opening for an endless stream of drug entrepreneurs who will take huge risks for the sake of the enormous profits created by prohibition. Prohibition costs taxpayers tens of billions of dollars every year, yet 40 years and some 40 million arrests later, drugs are cheaper, more potent and far more widely used than at the beginning of this futile crusade.

We believe that by eliminating prohibition of all drugs for adults and establishing appropriate regulation and standards for distribution and use, law enforcement could  focus  more on crimes of violence, such as rape, aggravated assault, child abuse and murder, making our communities much safer. We believe that sending parents to prison for non-violent personal drug use destroys families. We believe that in a regulated and controlled environment, drugs will be safer for adult use and less accessible to our children. And we believe that by placing drug abuse in the hands of medical professionals instead of the criminal justice system, we will reduce rates of addiction and overdose deaths.

símon (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 17:10

9 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Símon, þú segir gras neyslu í BNA tvöfalda á við í Hollandi og það stafi af lögleiðingu í Hollandi.

Eru lögleiðing eini þátturinn? Er lögleiðing sýndarþáttur?

Við getum sagt að rannsókn grunnskólanema hafi leitt í ljós að mikil fylgni hafi verið á skóstærð nemenda og stærðfræðigetu. En þá erum við t.d. ekki að taka með í myndina að skóstærð er háð aldri og þeir sem eldri eru hafa fengið mun meiri kennslu í stærðfræði.  Það sem ég er að segja er að það þarf að taka fleiri þætti inn í myndina. Það að Holland skeri sig frá Bandaríkjunum er ekki endilega allt rakið til lögleiðingar fíkniefna í Hollandi.

Það sem vekur hjá mér efasemdir meðal annars er andstaðan við forvarnir. Af hverju vilja má ekki kenna börnum um skaðsemi fíkniefna? Á þeim fundi sem ég fór á með Snarrótinni og LEAP kom fram hörð andstaða við forvarnir og jafnvel þá staðreynd að vímuefni valdi skaða. Hvað er það?

Heimir Hilmarsson, 27.2.2013 kl. 18:42

10 identicon

Þú segir "Eru lögleiðing eini þátturinn? Er lögleiðing sýndarþáttur?"...og svo "Það sem vekur hjá mér efasemdir meðal annars er andstaðan við forvarnir."

Það er engin andstaða við forvarnir, andstaðan er við þá hugmynd sem þú og aðrir hafa um "forvarnir", þ.e. gamli fordóma- og hræðsluáróðurinn sem er gjörsamlega gagnlaus. Lögleiðing er enginn "sýndarþáttur", heldur grunnurinn að heilu samfélagi eins og ég sagði hér áður:

"Samtök eins og LEAP eru að reyna að benda á þá staðreynd að besta forvörnin er að eyða tíma og pening í að byggja upp mannúðlegra samfélag í stað þess að eyða í "stríðið". Reynslan frá BNA samanborin við reynsluna frá löndum eins og Hollandi, Portúgal og Sviss hefur sannað þetta nokkuð vandlega." 

Ég veit ekki hversu mikinn áhuga þú hefur til þess að berja hausnum við steininn, en þú hlýtur að sjá að bannstefnan frá BNA gerir ekkert gagn. Viðbrögð þín við tölfræðinni frá Hollandi hljóta að sýna þér að engin ástæða er til að óttast lögleiðingu, því augljóst er að lögleiðingin leiðir ekki af sér meiri neyslu.

"fylgni hafi verið á skóstærð nemenda og stærðfræðigetu."

Svona ummæli sýna vel að þú hefur ekki lagt mikla orku í að hlusta á rök Machon eða kynna þér LEAP. Við erum að segja að peningunum og orkunni sem er eitt í lögguleikinn er betur varið í samfélagslegar lausnir, þ.e. að byggja upp samfélagið með félagslegu kerfi, betri skólum, betri heilsuþjónustu, etc. Lögleiðingin er þannig hluti af stærri mynd.

símon (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 20:34

11 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Fjórar forsendur LEAP:

1. "We believe that by eliminating prohibition of all drugs for adults and establishing appropriate regulation and standards for distribution and use, law enforcement could focus more on crimes of violence, such as rape, aggravated assault, child abuse and murder, making our communities much safer."

LEAP vill nota allan "ágóða" af lögleiðingu fíkniefna í önnur málefni en fíkniefnaneysluna sjálfa samkvæmt þessu. Það á sem sagt að horfa framhjá fíkniefnaneyslu og beina sjónum að öðrum málum sem sum eru afleiðingar vímuefnaneyslu.

2. "We believe that sending parents to prison for non-violent personal drug use destroys families."

Engin hefur farið í fangelsi á Íslandi fyrir ólöglega notkun á fíkniefnum en þrátt fyrir það lítur LEAP á það sem mestu ógn fíkniefna. LEAP horfir hins vegar framhjá því að fíkniefnanotkun foreldra ein og sér eyðileggur fjölskyldur.

3. "We believe that in a regulated and controlled environment, drugs will be safer for adult use and less accessible to our children."

Þó fullorðið fólk geti keypt fíkniefni á löglegan hátt þá er það fáviska að halda því fram að það muni minnka neyslu barna og ungmenna. Börn og ungmenni hafa ekki síður aðgengi að áfengi þrátt fyrir að þar sé um löglegt vímuefni að ræða.

3. "And we believe that by placing drug abuse in the hands of medical professionals instead of the criminal justice system, we will reduce rates of addiction and overdose deaths."

Nú þegar geta fíkniefnaneytendur leitað sér læknisaðstoðar og meðferðar við fíkn sinni án þess að þurfa að gangast við sök fyrir það að hafa notað ólögleg efni. Lögleiðing fíkniefna er ekki forsenda þess að aðstoða fíkla.

Heimir Hilmarsson, 27.2.2013 kl. 20:42

12 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Þú segir bannstefnan gerir ekkert gagn og átt þá væntanlega við minnki ekki neyslu.

Þá ertu að segja að hin leiðin skili meiri árangri væntanlega? Það er að lögleiðing vímuefna dragi úr eftirspurn og neysla minnki.

Hvernig minnkar neysla með auknu framboði?

Ég get ekki lesið það út úr "we belive" kaflanum að ætlunin sé að minnka neyslu, heldur sé ætlunin að horfa framhjá henni.

Hversu mikið dróg það úr fíkniefnaneyslu í Hollandi og Portúgal að lögleiða fíkniefni?

Segðu mér líka, var fólk fangelsað þar fyrir neyslu?

Heimir Hilmarsson, 27.2.2013 kl. 20:54

13 identicon

Heimir, nú er búið að sýna fram á spillinguna í kring um stríðið, jafnt á íslandi sem og erlendis, og það er búið að benda þér á tölfræðina sem sýnir klárlega að stríðið er algjörlega gagnslaust. Ef þú hefur raunverulegan áhuga á tölfræðinni, þá ráðlegg ég þér að skoða betur það sem LEAP hefur að bjóða, en fyrst þú fórst á fyrirlestur þar sem farið var yfir reynsluna í Hollandi, Portúgal og Sviss án þess að hafir meðtekið upplýsingarnar, þá efast ég um að þú munir gera það yfirleitt. Þetta fer allt saman innum eitt eyrað hjá þér og út um hitt. Reynslan af afglæpuninni í Portúgal er mjög merkileg:

The resulting effect: a drastic reduction in addicts, with Portuguese officials and reports highlighting that this number, at 100,000 before the new policy was enacted, has been halved in the following ten years. Portugal's drug usage rates are now among the lowest of EU member states, according to the same report

One more outcome: a lot less sick people. Drug related diseases including STDs and overdoses have been reduced even more than usage rates, which experts believe is the result of the government offering treatment with no threat of legal ramifications to addicts

Fyrir utan "inn um eytt og út um hitt" regluna hjá þér, þá áttu það til að vera með mikla útúrsnúninga, eins og að svara "fyrstu forsendunni" svona: "LEAP vill nota allan "ágóða" af lögleiðingu fíkniefna í önnur málefni en fíkniefnaneysluna sjálfa samkvæmt þessu."

En 3. og 4. forsendur sýna að þetta er augljóslega tekið úr samhengi hjá þér þar sem einnig er gert ráð fyrir eftirliti og tilfærslu peninga til samfélagsmála svo sem heilsugæslu:

3. "We believe that in a regulated and controlled environment, drugs will be safer for adult use and less accessible to our children." 4. "And we believe that by placing drug abuse in the hands of medical professionals instead of the criminal justice system, we will reduce rates of addiction and overdose deaths."

Gögnin frá Portúgal staðfesta að LEAP hefur rétt fyrir sér. En útúrsnúningarnir halda áfram hjá þér: "LEAP horfir hins vegar framhjá því að fíkniefnanotkun foreldra ein og sér eyðileggur fjölskyldur." 

Fíkniefnanotkun ein og sér eyðileggur ekki fjölskyldur, hvort sem það er áfengi eða gras. Þú gerir ekki greinarmun á notkun og ofnotkun/ misnotkun/fíkn. LEAP bendir á að betra er að taka á ofneyslu fíkniefna með heilbrigðiskerfinu en löggæslunni, eins og Portúgal hefur sannað svo rækilega.

Og áfram heldur þú: "Börn og ungmenni hafa ekki síður aðgengi að áfengi þrátt fyrir að þar sé um löglegt vímuefni að ræða."

Jú, þetta er einmitt eitt af því sem reynt er að benda fólki eins og þér á, meira að segja hér á Íslandi þá er auðveldara fyrir ungmenni að redda sér dópi en áfengi.

"Lögleiðing fíkniefna er ekki forsenda þess að aðstoða fíkla."

Í hinu stóra samhengi þá er það víst forsenda, því lögleiðingin snýst ekki bara um að efla heilsugæslu og önnur úrræði, heldur einnig um að breyta viðhorfum fólks og eyða fordómum, þannig að líklegra er að fólk leyti sér hjálpar og fleiri og betri lausnir eru til staðar. Annar hluti af þessu er koma í veg fyrir að fíklar festist í vítahring undirheimanna, lenda í fangelsi vegna veikinda og stimplaðir glæpamenn það sem eftir er..ólíklegt að fólk "læknist" í fangelsi og erfitt fyrir fíkil ferskan úr fangelsi að fá vinnu.

símon (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 22:56

14 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Reynslan af afglæpuninni í Portúgal er mj..." Þetta var reynt í bandaríkjunum gagvart mafíunum þar. Þetta fékk þú úr áfenginu og yrir í annað þannig að þetta stöðvar ekki þá glæpamenn sem nú þegar eru inn í þessu.

Þetta virkaði ekki í Amsterdam heldur.

Þetta virkaði ekki í Kristjaníu, þar hrúguðust glæpagengin inn og hertóku svæðið.

Af hverju ætti það að virka hér? Hinsvegar sitja menn þar með vandan af neyslu td kannabis margfaldan og var vandinn td í Kristjaníu út af kannabis meiri löglegum en ólöglegum

Brynjar Þór Guðmundsson, 28.2.2013 kl. 21:03

15 identicon

"Þetta var reynt í bandaríkjunum gagvart mafíunum þar. Þetta fékk þú úr áfenginu og yrir í annað þannig að þetta stöðvar ekki þá glæpamenn sem nú þegar eru inn í þessu.

Þetta virkaði ekki í Amsterdam heldur.

Þetta virkaði ekki í Kristjaníu, þar hrúguðust glæpagengin inn og hertóku svæðið.

Af hverju ætti það að virka hér? Hinsvegar sitja menn þar með vandan af neyslu td kannabis margfaldan og var vandinn td í Kristjaníu út af kannabis meiri löglegum en ólöglegum"

Áfengisbannið í BNA sannar ágætlega það sem LEAP er að segja, bannið býr bara til öfluga mafíu. Mistökin sem voru gerð í BNA voru að banna fíkniefni eftir að áfengi var gert löglegt aftur, þannig að mafíustarfsemin fékk nýjan og alveg jafn öflugan eða enn öflugri vettvang. 

Lögleiðingin á grasi í Hollandi hefur gengið mjög vel, enda ástandið miklu betra en í BNA og gott miðað við ESB. Fyrirbærið Stína í Köben gekk einnig mjög vel, enda hafa yfirvöld þar neyðst til að hætta við að eyðileggja Stínu, eftir að kom í ljós að sú stefna skapaði bara hverfis baráttu gengja um sölu fíkniefna, og ástandið varð miklu verra eftir að reynt var að drepa Stínu. Enda hefur verið lagt til að lögleiða gras í Köben, og það sama er í gangi í BNA af sömu ástæðu, og reyndar meira og minna um alla Evrópu og Ameríku, jafnt suður sem norður.

Glæpastarfsemi verður aldrei stöðvuð 100% og gengi verða alltaf til, en þau munu ekki geta stjórnað heilu borgunum og löndunum þegar búið er að taka frá þeim aðal brauðið.

símon (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband