Fyrir hverja eru allir þessir lífeyrissjóðir?

Er ekki kominn tími til að minnka yfirbyggingu lífeyrissjóðanna. Helst vildi ég sjá einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, með sömu lífeyrisréttindi fyrir okkur öll.

Það getur velverið að það séu einhver rök til fyrir því að vera með tvo til þrjá sjóði án þess að ég viti það, en þegar þeir eru orðnir fleiri en 10 og jafnvel margir tugir, þá hlýtur þetta að snúast um eitthvað allt annað en sjóðsfélaga eða lífeyrisréttindi almennings.

Eru sjóðirnir kannski bara fyrir stjórnendur sjóðanna?


mbl.is LV seldi bílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heimir. Þetta er góð spurning hjá þér. Fyrir hverja eru þessir sjóðir. Ætli ég fái nú einhverjar krónur úr þessum sjóði? Ég er öryrki, en fæ ekki eina krónu úr lífeyrissjóði. Þó hefur verið tekið af laununum mínum upp í gegnum árin, til að leika sér með í spilltu stjórnkerfinu.

Er skrýtið að maður spyrji, til hvers maður var látinn borga í þennan sjóð?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.3.2012 kl. 11:23

2 identicon

Anna Sigríður, þegar vinnandi fólk sem borgar í þessa sjóði fer á eftirlaun þá fær það oft ekkert meira greitt út en þeir sem hafa aldrei unnið úti. Greiðslur frá Tryggingastofnun (sem þú færð þínar bætur frá) skerðast jafnvel 100%. Þessir sjóðir borga himinhá laun til stjórnenda og eru með alltof háan rekstrarkostnað. Ég vil fækka þessum sjóðum verulega og að fólkið veiti þeim aðhald og burt með ofurlaun og jeppafríðindi úr sjóðum fólksins.

Margret S. (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband